Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Rafn: „Ég hef bara einu sinni eldað fyrir ömmu mína. Hún var mjög sátt og ég gleymi því aldrei.“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Sigurþór skoraði á Rafn Svansson að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn?
Rafn Svansson
Fæðingardagur og ár?
23. maí.1995.
Áhugamál?
Finnst soldið gaman að borða erlendis og ferðast, þó ég geri ekki nóg af því
Maki og Börn?
Kærasta en engin börn.
Hvar lærðir þú?
Ég byrjaði að læra matreiðslu á strikinu á Akureyri, kláraði á Kol en vann líka auka á Von mathús.
Starf:
Sous Chef á Dill Restaurant
Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Myndi segja Skál! Og Leirunesti á Akureyri.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Ég geri allt viljandi.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Ég hef bara einu sinni eldað fyrir ömmu mína. Hún var mjög sátt og ég gleymi því aldrei.
Hver er erfiðasti réttur sem þú hefur eldað:
Vorum einu sinni með Lynghænu Galontine á Kol. Hún var pönnusteikt og borinn fram heit eftir pöntunum en ekki soðin og köld eins og er hefð. Þær áttu til að opnast á pönnunni. Ofan á það að úrbeina, fylla og rúlla sirka 300 hænur á viku.
Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús:
Chicken breast, medium rare.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Væri til í að vinna og búa í Frakklandi einhvern tímann.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Vaktirnar á City Social í london voru 17-18 tímar sex daga vikunnar. Það er eðlilegt þar.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Áleggshnífurinn er eflaust mest notaður hjá okkur, og þurrkskáparnir hætta ekki.
Besti matur sem þú hefur smakkað?
Karamellu tart á Clamato í París. Gleymi því aldrei.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Eflaust sjómaður, eins og ég ætlaði mér upprunalega.
Hver tekur við keflinu?
Tryggvi á Kopar.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






