Keppni
Hvenær hefst undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2017? – Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með

Dómarar að störfum í undankeppni um titilinn Kokkur ársins 2015

Denis Grbic fagnar hér sigrinum með starfsmönnum á Sögu
Á morgun mánudaginn 18. september eru undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2017. Í fyrra var það Denis Grbic á Grillinu Hótel Sögu sem bar sigur úr bítum.
Keppnin fer þannig fram: allir faglærðir kokkar gátu sent inn uppskrift sem varð að innihalda þorsk, þorskkinn og íslenskar kartöflur og blómkál.
Dómnefnd hefur nú valið 12 bestu uppskriftirnar og munu keppendur elda þær á Kolabrautinni á morgun mánudaginn 18. september fyrir dómara og gesti frá kl 10 – 14. Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með.
Samdægurs, það er á morgun mánudaginn 18. sept klukkan 15:30 á Kolabrautinni verður tilkynnt hvaða 5 kokkar keppa til úrslita í Kokkur ársins 2017.
Fimm efstu keppendur munu svo keppa til úrslita laugardaginn 23. september í Flóa í Hörpu.

Fríður hópur keppenda og dómara frá forkeppninni í fyrra á Kolabrautinni.
Keppendur fóru yfir keppnisfyrirkomulagið við dómara og aðstaðan skoðuð.
F.v. er Denis Grbic Kokkur ársins 2016
Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa 5 tíma til að elda 3 rétti fyrir 12 manns. Keppendur fá að vita verkefnið um morguninn 23. sept og byrja að elda í hádeginu svo enginn getur verið búinn að æfa sig.
Sjá einnig – Könnun: Hvaða 5 keppendur keppa til úrslita
Á meðan keppni stendur mun Gummi Ben og landsliðið standa fyrir stórveislu og svakalegri stemningu, svo mun Eyþór Ingi taka við og halda uppi stemningu fram í nóttina.
Vídeó
Í fyrra var stemningin stórkostleg eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og er gert ráð fyrir að hún verði ekki síðri í ár.
Kokkur ársins verður krýndur 23. september 2017 klukkan 23:00, Kokkur ársins keppir svo fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda sem fram fer í Danmörku á næsta ári.
Keppendur í undanúrslitum um Kokk ársins 2017 (raðað eftir stafrófsröð)
- Ari Freyr Valdimarsson – Matarkjallarinn
- Arsen Aleksanderson – Argentína steikhús
- Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
- Daníel Cochran Jónsson – Sushi Social
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Knútur Kristjánsson – Falkenberg Strandbad
- Logi Brynjarsson – Höfnin
- Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Langá Veiðihús
- Sævar Lárusson – Kol
- Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Allar nánari upplýsingar um keppnina hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?