Keppni
Hvenær hefst undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2017? – Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með
Á morgun mánudaginn 18. september eru undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2017. Í fyrra var það Denis Grbic á Grillinu Hótel Sögu sem bar sigur úr bítum.
Keppnin fer þannig fram: allir faglærðir kokkar gátu sent inn uppskrift sem varð að innihalda þorsk, þorskkinn og íslenskar kartöflur og blómkál.
Dómnefnd hefur nú valið 12 bestu uppskriftirnar og munu keppendur elda þær á Kolabrautinni á morgun mánudaginn 18. september fyrir dómara og gesti frá kl 10 – 14. Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með.
Samdægurs, það er á morgun mánudaginn 18. sept klukkan 15:30 á Kolabrautinni verður tilkynnt hvaða 5 kokkar keppa til úrslita í Kokkur ársins 2017.
Fimm efstu keppendur munu svo keppa til úrslita laugardaginn 23. september í Flóa í Hörpu.
Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa 5 tíma til að elda 3 rétti fyrir 12 manns. Keppendur fá að vita verkefnið um morguninn 23. sept og byrja að elda í hádeginu svo enginn getur verið búinn að æfa sig.
Sjá einnig – Könnun: Hvaða 5 keppendur keppa til úrslita
Á meðan keppni stendur mun Gummi Ben og landsliðið standa fyrir stórveislu og svakalegri stemningu, svo mun Eyþór Ingi taka við og halda uppi stemningu fram í nóttina.
Vídeó
Í fyrra var stemningin stórkostleg eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og er gert ráð fyrir að hún verði ekki síðri í ár.
Kokkur ársins verður krýndur 23. september 2017 klukkan 23:00, Kokkur ársins keppir svo fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda sem fram fer í Danmörku á næsta ári.
Keppendur í undanúrslitum um Kokk ársins 2017 (raðað eftir stafrófsröð)
- Ari Freyr Valdimarsson – Matarkjallarinn
- Arsen Aleksanderson – Argentína steikhús
- Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
- Daníel Cochran Jónsson – Sushi Social
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Knútur Kristjánsson – Falkenberg Strandbad
- Logi Brynjarsson – Höfnin
- Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Langá Veiðihús
- Sævar Lárusson – Kol
- Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Allar nánari upplýsingar um keppnina hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin