Frétt
Hvað myndi áfengið kosta með evrópskum sköttum?
Áfengisgjald hækkar um 2,5% samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Ekkert virðist ógna Evrópumeti Íslands í áfengissköttum, samkvæmt nýjum samanburði á skattlagningu áfengis í ríkjum álfunnar, þótt áfengisframleiðendur víða erlendis hafi kvartað undan hækkunum á áfengisgjöldum, að því er fram kemur á vef Félags atvinnurekenda.
Á myndinni hér að ofan má sjá hversu stóran hluta ríkisvaldið tekur til sín af útsöluverði nokkurra flokka áfengra drykkja, miðað við tilteknar forsendur um áfengismagn og stærð umbúða. Til ríkisins rennur áfengisgjaldið, virðisaukaskattur, skilagjald og álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Mest fær ríkið í sinn hlut af verði vodkaflösku, eða 93,6%, þá af verði bjórflösku (81,6%) en heldur minna af léttvínsflösku (62,6%), og léttvínskassa (72,2%).
Áfengisgjöld eru margfalt Evrópumeðaltalið
Eins og áður sagði eru áfengisgjöld á Íslandi þau langhæstu í Evrópu. Evrópusamtök áfengisframleiðenda, Spirits Europe, safna reglulega gögnum um skattlagningu áfengis í Evrópuríkjum. Samkvæmt nýjasta samanburðinum, sem er frá því í október, eru áfengisgjöld á sterkt áfengi á Íslandi 387% yfir meðaltali allra Evrópuríkjanna 36 í samanburðinum.
Ef horft er á léttvín eru gjöldin 584% yfir Evrópumeðaltalinu (hátt í sjöföld skattlagning). Talan fyrir styrkt vín (t.d. púrtvín og sérrí) er 621% og fyrir bjór 345%.
Nánari umfjöllun er hægt að nálgast á atvinnurekendur.is.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







