Vín, drykkir og keppni
Hvað hækkar áfengið með hækkun áfengisskatta?
Hæstu áfengisskattar í Evrópu hækka duglega samkvæmt frumvarpi til fjárlaga ársins 2023. Þannig er gert ráð fyrir að almennt áfengisgjald hækki um 7,7% og að áfengisgjald í fríhafnarverslunum hækki um 150%, úr 10% af almennu áfengisgjaldi í 25%.
Líkleg áhrif þessa til hækkunar á einstökum tegundum áfengra drykkja, í Vínbúðum ÁTVR og í Fríhafnarverslunum, sjást í dæmum sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman. Kassi af vinsælu léttvíni mun þannig hækka um 600 krónur í Vínbúðinni og bjórkippa um tæplega 150 krónur, en eins lítra ginflaska um 663 krónur. Í Fríhöfninni gæti ginflaskan hækkað um 2.300 krónur og léttvínskassinn um 1.800 krónur.
Nánar er fjallað um málið á vef Félags atvinnurekenda.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






