Starfsmannavelta
Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen og Bar
Skiptalok hafa orðið í þrotabúi félagsins Héðinn veitingar ehf. Lýstar kröfur voru um 105,5 milljónir króna en um þrjár og hálf milljón króna fékkst upp í kröfur. Tilkynning um þetta er birt í Lögbirtingablaðinu í gær sem að dv.is vakti athygli á.
Félagið rak veitingastaðinn Héðinn Kitchen & Bar, að Seljavegi 2 í Reykjavík. Skráður eigandi að Héðni Veitingum ehf. er Karl Viggó Vigfússon (kallaður Viggó) en félagið var úrskurðað gjaldþrota 25. janúar 2023.
DV hafði samband við Viggó í tilefni af skiptalokunum en vildi hann ekki tjá sig um málið. Hann gat þó staðfest að Héðinn Kitchen & Bar er ekki lengur opinn. Viggó hefur verið viðriðinn rekstur nokkurra veitingastaða í borginni við góðan orðstír, m.a. Black Box Pizza og Amber & Astra.
Mynd: Héðinn Kitchen and Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?