Starfsmannavelta
Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen og Bar
Skiptalok hafa orðið í þrotabúi félagsins Héðinn veitingar ehf. Lýstar kröfur voru um 105,5 milljónir króna en um þrjár og hálf milljón króna fékkst upp í kröfur. Tilkynning um þetta er birt í Lögbirtingablaðinu í gær sem að dv.is vakti athygli á.
Félagið rak veitingastaðinn Héðinn Kitchen & Bar, að Seljavegi 2 í Reykjavík. Skráður eigandi að Héðni Veitingum ehf. er Karl Viggó Vigfússon (kallaður Viggó) en félagið var úrskurðað gjaldþrota 25. janúar 2023.
DV hafði samband við Viggó í tilefni af skiptalokunum en vildi hann ekki tjá sig um málið. Hann gat þó staðfest að Héðinn Kitchen & Bar er ekki lengur opinn. Viggó hefur verið viðriðinn rekstur nokkurra veitingastaða í borginni við góðan orðstír, m.a. Black Box Pizza og Amber & Astra.
Mynd: Héðinn Kitchen and Bar

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun