Starfsmannavelta
Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen og Bar
Skiptalok hafa orðið í þrotabúi félagsins Héðinn veitingar ehf. Lýstar kröfur voru um 105,5 milljónir króna en um þrjár og hálf milljón króna fékkst upp í kröfur. Tilkynning um þetta er birt í Lögbirtingablaðinu í gær sem að dv.is vakti athygli á.
Félagið rak veitingastaðinn Héðinn Kitchen & Bar, að Seljavegi 2 í Reykjavík. Skráður eigandi að Héðni Veitingum ehf. er Karl Viggó Vigfússon (kallaður Viggó) en félagið var úrskurðað gjaldþrota 25. janúar 2023.
DV hafði samband við Viggó í tilefni af skiptalokunum en vildi hann ekki tjá sig um málið. Hann gat þó staðfest að Héðinn Kitchen & Bar er ekki lengur opinn. Viggó hefur verið viðriðinn rekstur nokkurra veitingastaða í borginni við góðan orðstír, m.a. Black Box Pizza og Amber & Astra.
Mynd: Héðinn Kitchen and Bar
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






