Uppskriftir
Humarsúpa
8 humarhalar, klofnir í tvennt
meðalstór blómkálshaus, léttsoðinn
3 perlulaukar, fínt saxaðir
gulrót, fínt söxuð
seljustöngull, fínt saxaður
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
1,5 dl þurrt vermút
2 L fisksoð
2 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
matarolía
Aðferð:
1. Hitið olíuna í potti og látið perlulauk, gulrót, seljustöngul og hvítlauk krauma í henni. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er humarhölunum bætt saman við.
2. Bætið fisksoðinu og víninu í pottinn og látið vökvann sjóða niður um fjórðung.
3. Skerið blómkálið í litla bita og setjið helminginn af því í súpuna. Látið hana nú sjóða (5-10 mínútur.)
4. Takið humarhalana upp úr súpunni og hreinsið skelina af þeim.
5. Látið súpuna í blandara og hakkið grænmetið í fínt mauk.
6. Hellið súpunni aftur í pottinn, hitið hana og kryddið með salti og pipar.
7. Saxið humarkjötið fínt og bætið því í súpuna ásamt afganginum af blómkálinu og saxaðri steinselju.

Eiríkur Ingi Friðgeirsson
Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari
Uppskriftin var birt í Morgunblaðinu 27. nóvember 1991

-
Keppni13 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata