Uppskriftir
Humarsúpa
8 humarhalar, klofnir í tvennt
meðalstór blómkálshaus, léttsoðinn
3 perlulaukar, fínt saxaðir
gulrót, fínt söxuð
seljustöngull, fínt saxaður
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
1,5 dl þurrt vermút
2 L fisksoð
2 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
matarolía
Aðferð:
1. Hitið olíuna í potti og látið perlulauk, gulrót, seljustöngul og hvítlauk krauma í henni. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er humarhölunum bætt saman við.
2. Bætið fisksoðinu og víninu í pottinn og látið vökvann sjóða niður um fjórðung.
3. Skerið blómkálið í litla bita og setjið helminginn af því í súpuna. Látið hana nú sjóða (5-10 mínútur.)
4. Takið humarhalana upp úr súpunni og hreinsið skelina af þeim.
5. Látið súpuna í blandara og hakkið grænmetið í fínt mauk.
6. Hellið súpunni aftur í pottinn, hitið hana og kryddið með salti og pipar.
7. Saxið humarkjötið fínt og bætið því í súpuna ásamt afganginum af blómkálinu og saxaðri steinselju.

Eiríkur Ingi Friðgeirsson
Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari
Uppskriftin var birt í Morgunblaðinu 27. nóvember 1991
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






