Uppskriftir
Humarsúpa
8 humarhalar, klofnir í tvennt
meðalstór blómkálshaus, léttsoðinn
3 perlulaukar, fínt saxaðir
gulrót, fínt söxuð
seljustöngull, fínt saxaður
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
1,5 dl þurrt vermút
2 L fisksoð
2 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
matarolía
Aðferð:
1. Hitið olíuna í potti og látið perlulauk, gulrót, seljustöngul og hvítlauk krauma í henni. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er humarhölunum bætt saman við.
2. Bætið fisksoðinu og víninu í pottinn og látið vökvann sjóða niður um fjórðung.
3. Skerið blómkálið í litla bita og setjið helminginn af því í súpuna. Látið hana nú sjóða (5-10 mínútur.)
4. Takið humarhalana upp úr súpunni og hreinsið skelina af þeim.
5. Látið súpuna í blandara og hakkið grænmetið í fínt mauk.
6. Hellið súpunni aftur í pottinn, hitið hana og kryddið með salti og pipar.
7. Saxið humarkjötið fínt og bætið því í súpuna ásamt afganginum af blómkálinu og saxaðri steinselju.

Eiríkur Ingi Friðgeirsson
Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari
Uppskriftin var birt í Morgunblaðinu 27. nóvember 1991

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum