Uppskriftir
Humarsúpa
8 humarhalar, klofnir í tvennt
meðalstór blómkálshaus, léttsoðinn
3 perlulaukar, fínt saxaðir
gulrót, fínt söxuð
seljustöngull, fínt saxaður
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
1,5 dl þurrt vermút
2 L fisksoð
2 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
matarolía
Aðferð:
1. Hitið olíuna í potti og látið perlulauk, gulrót, seljustöngul og hvítlauk krauma í henni. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er humarhölunum bætt saman við.
2. Bætið fisksoðinu og víninu í pottinn og látið vökvann sjóða niður um fjórðung.
3. Skerið blómkálið í litla bita og setjið helminginn af því í súpuna. Látið hana nú sjóða (5-10 mínútur.)
4. Takið humarhalana upp úr súpunni og hreinsið skelina af þeim.
5. Látið súpuna í blandara og hakkið grænmetið í fínt mauk.
6. Hellið súpunni aftur í pottinn, hitið hana og kryddið með salti og pipar.
7. Saxið humarkjötið fínt og bætið því í súpuna ásamt afganginum af blómkálinu og saxaðri steinselju.
Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari
Uppskriftin var birt í Morgunblaðinu 27. nóvember 1991
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi