Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn Hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli Íslands
Nýr hótelstjóri, Hjörtur Valgeirsson, hefur verið ráðinn á Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi sem er stærsta hótel landsins með alls 320 herbergi auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Einnig rekur hótelið Bjórgarðinn og hinn rómaða veitingastað, Haust Restaurant. Fosshótel Reykjavík er rekið af Íslandshótelum og er eitt af 17 hótelum sem keðjan rekur.
Hjörtur lauk BA í hótelstjórnun árið 2003 í South Bank University Business School, Englandi og útskrifaðist með MBA úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.
Hjörtur hefur starfað við hótelrekstur frá árinu 2004 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði Hjörtur í Kína sem rekstrarstjóri The Bookworm Cafe í Chengdu og svo rak hann Greencompass & Studio Moderna í Shanghai. Einnig hefur Hjörtur starfað á Hilton Reykjavík Nordica, Como Hotels and Resorts – The Halkin London og Crowne Plaza London. Síðustu 2 ár hefur Hjörtur verið hótelstjóri á Centerhotel Þingholti auk þess að stýra Ísafold Restaurant og Ísafold Spa.
Í fréttatilkynningu kemur fram að gríðarlegur vöxtur hefur verið hjá Íslandshótelum síðustu misseri. Keðjan á og rekur 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum