Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn Hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli Íslands
Nýr hótelstjóri, Hjörtur Valgeirsson, hefur verið ráðinn á Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi sem er stærsta hótel landsins með alls 320 herbergi auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Einnig rekur hótelið Bjórgarðinn og hinn rómaða veitingastað, Haust Restaurant. Fosshótel Reykjavík er rekið af Íslandshótelum og er eitt af 17 hótelum sem keðjan rekur.
Hjörtur lauk BA í hótelstjórnun árið 2003 í South Bank University Business School, Englandi og útskrifaðist með MBA úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.
Hjörtur hefur starfað við hótelrekstur frá árinu 2004 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði Hjörtur í Kína sem rekstrarstjóri The Bookworm Cafe í Chengdu og svo rak hann Greencompass & Studio Moderna í Shanghai. Einnig hefur Hjörtur starfað á Hilton Reykjavík Nordica, Como Hotels and Resorts – The Halkin London og Crowne Plaza London. Síðustu 2 ár hefur Hjörtur verið hótelstjóri á Centerhotel Þingholti auk þess að stýra Ísafold Restaurant og Ísafold Spa.
Í fréttatilkynningu kemur fram að gríðarlegur vöxtur hefur verið hjá Íslandshótelum síðustu misseri. Keðjan á og rekur 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin