Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn Hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli Íslands
Nýr hótelstjóri, Hjörtur Valgeirsson, hefur verið ráðinn á Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi sem er stærsta hótel landsins með alls 320 herbergi auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Einnig rekur hótelið Bjórgarðinn og hinn rómaða veitingastað, Haust Restaurant. Fosshótel Reykjavík er rekið af Íslandshótelum og er eitt af 17 hótelum sem keðjan rekur.
Hjörtur lauk BA í hótelstjórnun árið 2003 í South Bank University Business School, Englandi og útskrifaðist með MBA úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.
Hjörtur hefur starfað við hótelrekstur frá árinu 2004 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði Hjörtur í Kína sem rekstrarstjóri The Bookworm Cafe í Chengdu og svo rak hann Greencompass & Studio Moderna í Shanghai. Einnig hefur Hjörtur starfað á Hilton Reykjavík Nordica, Como Hotels and Resorts – The Halkin London og Crowne Plaza London. Síðustu 2 ár hefur Hjörtur verið hótelstjóri á Centerhotel Þingholti auk þess að stýra Ísafold Restaurant og Ísafold Spa.
Í fréttatilkynningu kemur fram að gríðarlegur vöxtur hefur verið hjá Íslandshótelum síðustu misseri. Keðjan á og rekur 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






