Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hjá Jóni í gamla Landsímahúsinu – Albert: „..sérlega ánægjulegt að sjá þetta glæsilega hús og borða himneskan mat á veitingastaðnum“
Við Austurvöll er Iceland Parliament hótelið og í því er nýi veitingastaðurinn Hjá Jóni, þar sem Landsíminn var áður til húsa.
„Þegar ég var tvítugur vann ég sumarlangt í Landsímahúsinu og eldaði fyrir starfsfólk í húsinu. Gaman að segja frá því að þegar Bergþór minn var ungur maður var hann næturvörður í Landssímahúsinu og fór nokkrar eftirlitsferðir á nóttu.
Húsið hefur nú tekið stakkaskiptum og breyst í höll, hótelið Iceland Parliament Hotel, sem er með ýmsum sölum til margvíslegra nota og ber þar auðvitað hæst Sjálfstæðissalurinn, gamla Sigtún, fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og margt annað.“
Þetta skrifar Albert Eiríksson á heimasíðu sinni alberteldar.is.

Sjálfstæðissalurinn, sem einnig hefur gengið undir heitunum Nasa, Sigtún eða Sjálfstæðishúsið hefur gengið í endurnýjun lífdag, en búið er að endurgera þennan fornfræga stað, á sínum gamla stað. Fallegri en nokkru sinni.
Albert Eiríksson ásamt eiginmanni sínum, Bergþóri Pálssyni óperusöngvara, og tengdaföður, Páli Bergþórssyni veðurfræðingi kíktu í heimsókn Hjá Jóni og Albert birti skemmtilega umfjöllun um heimsóknina á heimasíðu sinni hér.
Myndir: alberteldar.is
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






