Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hjá Jóni í gamla Landsímahúsinu – Albert: „..sérlega ánægjulegt að sjá þetta glæsilega hús og borða himneskan mat á veitingastaðnum“

Birting:

þann

Iceland Parliament - Hjá Jóni

F.v. Bergþór Pálsson, Albert Eiríksson og Páll Bergþórsson

Við Austurvöll er Iceland Parliament hótelið og í því er nýi veitingastaðurinn Hjá Jóni, þar sem Landsíminn var áður til húsa.

„Þegar ég var tvítugur vann ég sumarlangt í Landsímahúsinu og eldaði fyrir starfsfólk í húsinu. Gaman að segja frá því að þegar Bergþór minn var ungur maður var hann næturvörður í Landssímahúsinu og fór nokkrar eftirlitsferðir á nóttu.

Húsið hefur nú tekið stakkaskiptum og breyst í höll, hótelið Iceland Parliament Hotel, sem er með ýmsum sölum til margvíslegra nota og ber þar auðvitað hæst Sjálfstæðissalurinn, gamla Sigtún, fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og margt annað.“

Þetta skrifar Albert Eiríksson á heimasíðu sinni alberteldar.is.

Iceland Parliament - Hjá Jóni

Sjálfstæðissalurinn, sem einnig hefur gengið undir heitunum Nasa, Sigtún eða Sjálfstæðishúsið hefur gengið í endurnýjun lífdag, en búið er að endurgera þennan fornfræga stað, á sínum gamla stað. Fallegri en nokkru sinni.

Albert Eiríksson ásamt eiginmanni sínum, Bergþóri Pálssyni óperusöngvara, og tengdaföður, Páli Bergþórssyni veðurfræðingi kíktu í heimsókn Hjá Jóni og Albert birti skemmtilega umfjöllun um heimsóknina á heimasíðu sinni hér.

Myndir: alberteldar.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið