Keppni
Hinrik vann til silfurverðlauna
Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð var í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja.
Sjá einnig: Allt komið á fullt á Norðurlandamótinu í matreiðslu og þjónustu
Hafsteinn Ólafsson sem er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks keppti í Nordic Chef. Í framreiðslu var það Lúðvík Kristinsson frá Grillinu sem keppti fyrir Íslands hönd. Hvorugur þeirra náði á pall í sínum keppnum.
Klúbbur matreiðslumeistara sendi þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og framreiðslu, keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjóðlegum keppnum eins og hér um ræðir.
Skipulag keppninnar var í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fór keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt1 dagur síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni1 dagur síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago