Markaðurinn
Hinn nýi og glæsilegi Akur veitingastaður er með alvöru eldhúsgræjur frá Bako Ísberg
Akur veitingastaður opnaði nú á dögunum með stæl og má með sanni segja að hann sé einn af smörtustu stöðum landsins. Staðurinn er staðsettur í hjarta Reykjavíkur með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.
Staðurinn einbeitir sér að franskri matargerð með norrænu ívafi og býður upp á gríðargóðan og fjölbreyttan matseðil. Staðurinn er einnig með fjölbreytt úrval léttvína auk þess sem kokteilar staðarins hafa slegið í gegn hjá gestum staðarins.
Eldhúsið er frá Bako Ísberg
Hjarta veitingastaða er alltaf sjálft eldhúsið og er það ekki af verri endanum hjá Akri, en þar er það Rollsinn sjálfur Rational sem er hjarta eldhússins en þar nota matreiðslumennirnir iCombi Pro ofna og iVario Pro pönnu frá Rational.
Til að grilla nota menn Josper grill frá Katalóníu, en allt þetta kemur frá Bako Ísberg og þar að auki eru allar stálinnréttingarnar og kæliklefarnir frá Bako Ísberg en innréttingarnar eru frá Novameta og kæliklefarnir frá Viessmann.
Uppþvotturinn er auðvitað mikilvægur en lausnirnar þar eru einnig frá Bako Ísberg.
Bako Ísberg óskar eigendum og starfsfólki Akurs innilega til hamingju með flottan og vel heppnaðan veitingastað.
Nánar á www.akur-restaurant.is
Upplýsingar og tilboð í stóreldhústæki og innréttingar frá Bako Ísberg má nálgast á [email protected] eða í síma 595 6200.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini









