Markaðurinn
Hinn nýi og glæsilegi Akur veitingastaður er með alvöru eldhúsgræjur frá Bako Ísberg
Akur veitingastaður opnaði nú á dögunum með stæl og má með sanni segja að hann sé einn af smörtustu stöðum landsins. Staðurinn er staðsettur í hjarta Reykjavíkur með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.
Staðurinn einbeitir sér að franskri matargerð með norrænu ívafi og býður upp á gríðargóðan og fjölbreyttan matseðil. Staðurinn er einnig með fjölbreytt úrval léttvína auk þess sem kokteilar staðarins hafa slegið í gegn hjá gestum staðarins.
Eldhúsið er frá Bako Ísberg
Hjarta veitingastaða er alltaf sjálft eldhúsið og er það ekki af verri endanum hjá Akri, en þar er það Rollsinn sjálfur Rational sem er hjarta eldhússins en þar nota matreiðslumennirnir iCombi Pro ofna og iVario Pro pönnu frá Rational.
Til að grilla nota menn Josper grill frá Katalóníu, en allt þetta kemur frá Bako Ísberg og þar að auki eru allar stálinnréttingarnar og kæliklefarnir frá Bako Ísberg en innréttingarnar eru frá Novameta og kæliklefarnir frá Viessmann.
Uppþvotturinn er auðvitað mikilvægur en lausnirnar þar eru einnig frá Bako Ísberg.
Bako Ísberg óskar eigendum og starfsfólki Akurs innilega til hamingju með flottan og vel heppnaðan veitingastað.
Nánar á www.akur-restaurant.is
Upplýsingar og tilboð í stóreldhústæki og innréttingar frá Bako Ísberg má nálgast á [email protected] eða í síma 595 6200.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti