Markaðurinn
Hinn nýi og glæsilegi Akur veitingastaður er með alvöru eldhúsgræjur frá Bako Ísberg
Akur veitingastaður opnaði nú á dögunum með stæl og má með sanni segja að hann sé einn af smörtustu stöðum landsins. Staðurinn er staðsettur í hjarta Reykjavíkur með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.
Staðurinn einbeitir sér að franskri matargerð með norrænu ívafi og býður upp á gríðargóðan og fjölbreyttan matseðil. Staðurinn er einnig með fjölbreytt úrval léttvína auk þess sem kokteilar staðarins hafa slegið í gegn hjá gestum staðarins.
Eldhúsið er frá Bako Ísberg
Hjarta veitingastaða er alltaf sjálft eldhúsið og er það ekki af verri endanum hjá Akri, en þar er það Rollsinn sjálfur Rational sem er hjarta eldhússins en þar nota matreiðslumennirnir iCombi Pro ofna og iVario Pro pönnu frá Rational.
Til að grilla nota menn Josper grill frá Katalóníu, en allt þetta kemur frá Bako Ísberg og þar að auki eru allar stálinnréttingarnar og kæliklefarnir frá Bako Ísberg en innréttingarnar eru frá Novameta og kæliklefarnir frá Viessmann.
Uppþvotturinn er auðvitað mikilvægur en lausnirnar þar eru einnig frá Bako Ísberg.
Bako Ísberg óskar eigendum og starfsfólki Akurs innilega til hamingju með flottan og vel heppnaðan veitingastað.
Nánar á www.akur-restaurant.is
Upplýsingar og tilboð í stóreldhústæki og innréttingar frá Bako Ísberg má nálgast á [email protected] eða í síma 595 6200.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu









