Vertu memm

Keppni

Hér eru nöfn allra í dómarateymi í forkeppni Kokkur ársins 2023

Birting:

þann

Dómarateymi í forkeppni Kokkur ársins 2023

Smakkdómarar: f.v. Garðar Kári Garðarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Hákon Már Örvarsson, Gústav Axel Gunnlaugsson og Sigurður Laufdal

Forkeppni Kokkur ársins 2023 er hafin og fer keppnin fram í Ikea. Níu keppendur keppa í dag og komast fimm áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður á laugardaginn 1. apríl í Ikea.

Sjá einnig: Tímatafla keppenda í forkeppni Kokkur ársins 2023

Fram að þessu, þá hafa nöfn dómara ekki verið gerð opinber fyrr en forkeppnin er hafin.  Nöfnin voru að berast rétt í þessu á veitingageirinn.is, en dómarar eru:

Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011

Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994

Úrslitin verða kynnt í dag þar sem í ljós kemur hvaða fimm keppendur komast áfram í sjálfa úrslitakeppnina sem haldin verður, eins og áður segir, á laugardaginn 1. apríl í Ikea.

Fleiri fréttir: Kokkur ársins

Mynd: Rafn H. Ingólfsson

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið