Keppni
Hér eru nöfn allra í dómarateymi í forkeppni Kokkur ársins 2023

Smakkdómarar: f.v. Garðar Kári Garðarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Hákon Már Örvarsson, Gústav Axel Gunnlaugsson og Sigurður Laufdal
Forkeppni Kokkur ársins 2023 er hafin og fer keppnin fram í Ikea. Níu keppendur keppa í dag og komast fimm áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður á laugardaginn 1. apríl í Ikea.
Sjá einnig: Tímatafla keppenda í forkeppni Kokkur ársins 2023
Fram að þessu, þá hafa nöfn dómara ekki verið gerð opinber fyrr en forkeppnin er hafin. Nöfnin voru að berast rétt í þessu á veitingageirinn.is, en dómarar eru:
Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011
Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994
Úrslitin verða kynnt í dag þar sem í ljós kemur hvaða fimm keppendur komast áfram í sjálfa úrslitakeppnina sem haldin verður, eins og áður segir, á laugardaginn 1. apríl í Ikea.
Fleiri fréttir: Kokkur ársins
Mynd: Rafn H. Ingólfsson
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini





