Keppni
Hér eru nöfn allra í dómarateymi í forkeppni Kokkur ársins 2023

Smakkdómarar: f.v. Garðar Kári Garðarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Hákon Már Örvarsson, Gústav Axel Gunnlaugsson og Sigurður Laufdal
Forkeppni Kokkur ársins 2023 er hafin og fer keppnin fram í Ikea. Níu keppendur keppa í dag og komast fimm áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður á laugardaginn 1. apríl í Ikea.
Sjá einnig: Tímatafla keppenda í forkeppni Kokkur ársins 2023
Fram að þessu, þá hafa nöfn dómara ekki verið gerð opinber fyrr en forkeppnin er hafin. Nöfnin voru að berast rétt í þessu á veitingageirinn.is, en dómarar eru:
Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011
Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994
Úrslitin verða kynnt í dag þar sem í ljós kemur hvaða fimm keppendur komast áfram í sjálfa úrslitakeppnina sem haldin verður, eins og áður segir, á laugardaginn 1. apríl í Ikea.
Fleiri fréttir: Kokkur ársins
Mynd: Rafn H. Ingólfsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý





