Viðtöl, örfréttir & frumraun
Helvítis Matreiðslubókin er klárlega jólabókin í ár
Í bókinni má finna margar gómsætar og einfaldar uppskriftir, einlægar eldhússögur og hagnýt ráð. Markmiðið var að setja upp skemmtilega og auðlesna matreiðslubók fyrir alla, hvort sem lesandinn er byrjandi eða reyndur kokkur þá ætti hann að geta fundið eitthvað fyrir sig í Helvítis matreiðslubókinni.
Bókin er skrifuð af Ívari Erni Hansen matreiðslumanni og eiginkonu hans Þóreyju Hafliðadóttur margmiðlunarhönnuði og meðeiganda Helvítis ehf. Margir eru farnir að þekkja Ívar sem stýrir matreiðsluþáttunum Helvítis kokkurinn á Vísi og Stöð 2+ þar sem hann skemmtir áhorfendum og eldar bragðgóðan mat á mannamáli.
“Bókin okkar er öðruvísi en aðrar matreiðslubækur að því leytinu til að lesandinn getur sjálfur raðað saman máltíðinni sinni með ábendingum frá Helvítis kokkinum, ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók fyrir þig!”
Segir Ívar Örn.
Það er Bókabeitan sér um útgáfuna og snillingurinn hann Karl Petersson tók allar fallegu myndirnar sem eru í bókinni.
Bókin verður til sölu á öllum helstu sölustöðum landsins.
Meðfylgjandi myndir tók Karl Petersson
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup










