Viðtöl, örfréttir & frumraun
Helvítis Matreiðslubókin er klárlega jólabókin í ár
Í bókinni má finna margar gómsætar og einfaldar uppskriftir, einlægar eldhússögur og hagnýt ráð. Markmiðið var að setja upp skemmtilega og auðlesna matreiðslubók fyrir alla, hvort sem lesandinn er byrjandi eða reyndur kokkur þá ætti hann að geta fundið eitthvað fyrir sig í Helvítis matreiðslubókinni.
Bókin er skrifuð af Ívari Erni Hansen matreiðslumanni og eiginkonu hans Þóreyju Hafliðadóttur margmiðlunarhönnuði og meðeiganda Helvítis ehf. Margir eru farnir að þekkja Ívar sem stýrir matreiðsluþáttunum Helvítis kokkurinn á Vísi og Stöð 2+ þar sem hann skemmtir áhorfendum og eldar bragðgóðan mat á mannamáli.
“Bókin okkar er öðruvísi en aðrar matreiðslubækur að því leytinu til að lesandinn getur sjálfur raðað saman máltíðinni sinni með ábendingum frá Helvítis kokkinum, ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók fyrir þig!”
Segir Ívar Örn.
Það er Bókabeitan sér um útgáfuna og snillingurinn hann Karl Petersson tók allar fallegu myndirnar sem eru í bókinni.
Bókin verður til sölu á öllum helstu sölustöðum landsins.
Meðfylgjandi myndir tók Karl Petersson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu