Vertu memm

Keppni

Helga á Tipsý kom sá og sigraði í Barlady keppninni – Myndir

Birting:

þann

Helga á Tipsý kom sá og sigraði í Barlady keppninni

Dómarar að störfum.
Alba, Judith, Brynja og Elna

„Barlady“ keppnin á Íslandi fyrir konur og kvár í veitingabransanum var haldin í fyrsta sinn síðasta þriðjudag.

Keppnin er forkeppni fyrir alþjóða „Barlady“ keppnina sem fer fram í Aþenu í byrjun mars, en siguvegarinn hér heima fer út og keppir fyrir Íslands hönd. Keppnin er haldin af Barþjónaklúbbi Íslands og Samtökum Íslenskra Eimingarhúsa (SÍE) þar sem áherslan er sett á Íslenskar vörur.

Helga á Tipsý kom sá og sigraði í Barlady keppninni

Dómarar að telja stiginn

Keppendur fengu dregið eimingarhús og þurftu að nota vöru frá því í forgrunni kokteilsins.

Aðilar af SÍE eru:
Eimverk Distillery
Reykjavík Distillery
Þoran Distillery
Brunnur Distillery
Hálogi Distillery
Hovdenak Distillery

Keppnin var svokölluð „Walk Around“ keppni þar sem dómarar fóru á milli staða keppanda og smökkuðu drykkina þeirra. Í dómnefnd voru: Elna María Tómasdóttir (Barþjónaklúbbur Íslands) , Albe E H Hough (Brunnur Distillery), Judith Orlishausen (Reykjavík Distillery) og Brynja Hjaltlín (Hovdenak Distillery).

15 keppendur tóku þátt í keppninni og er gaman að sjá hvað flóra íslenskrar bar menningar fer sífellt stækkandi.

Keppendur voru:
Auður Gestsdóttir – Tipsý
Dagný Ásgeirsdóttir – Ský Bar & Lounge
Edda Becker – Fjallkonan
Eva Einvarðsdóttir – Einstök Bar
Eydís Rós Hálfdánardóttir – Risið Vínbar
Freyja Þórisdóttir – Reykjavík Cocktails
Helga Signý Sveinsdóttir – Tipsý
Katrín Klara Þorgrímsdóttir – Apótek
Kría Freysdóttir – Tipsý
Lorax – Drykk
Natalia Magdalena Krupa – Jörgenssen
Sara Rós Lin Stefnisdóttir – Sushi Social
Victoria Dydula – Fjallkonan
Hera Marín Einarsdóttir – Höfnin
Victoría Lazar Sorinsdóttir – Sæta Svínið

Helga á Tipsý kom sá og sigraði í Barlady keppninni

Helga Signý Sveinsdóttir

Helga Signý Sveinsdóttir á Tipsý kom sá og sigraði með kokteilnum sínum Letty og mun keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu keppninni í Aþenu í mars.

Annað sæti hreppti Sara Rós á Sushi Social og í þriðja sæti var Auður Gestsdóttir frá Tipsý.

Uppskrift af Letty:

Kramið handfylli af mangó
30 ml Flóki Single Malt Sherry Cask Finish
20 ml Aperol
15 ml Averna Amaro
20 ml Chili hunangs cordial
30 ml sítrónusafi
10 ml sykursíróp
Allt hrist saman
Sigtaður í Rocks glas
Skreytt með brenndu chili
Voila!

Sigurvegarar voru tilkynntir live á instagram og facebook á Fjallkonunni

Myndir tók Hákon Freyr Hovdenak

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið