Keppni
Heimsmeistaramót ungra bakara haldið á Íslandi
Dagana 3. til 5. júní næstkomandi verður heimsmeistaramót ungra bakara haldið á Íslandi. Keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972.
Er þetta í fyrsta skiptið sem að Landssamband bakarameistara (LABAK) stendur fyrir svona stóru móti á Íslandi og í fyrsta skipti á norðurlöndum einnig, að því segir í fréttatilkynningu.
Um er að ræða mikinn viðburð sem er þekktur í heimi bakara. UIBC var stofnað árið 1931 í Búdapest og er alþjóðasamband bakara og kökugerðarmanna um allan heim.
Sambandið er fulltrúi um 300.000 bakarí í fimm heimsálfum þar sem um fjórar miljónir einstaklinga starfa í bakaríum heimsins. Félagið stendur fyrir alskyns viðburðum um allan heim og samhliða heimsmeistaramótinu mun Ísland verða miðpunktur umfjallana þessara aldagömlu iðngreinar hjá þátttökulöndum.
Í ár keppa 7 lið um meistara titilinn og fer mótið fram í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi. Er Ísland meðal keppenda í ár og eru keppendur tvær efnilegar ungar konur sem skara framúr á sínu sviði, sem valdar hafa verið af kennurum skólans til að taka þátt og verða fulltrúar Íslands.
Fulltrúar Íslands fyrir hönd LABAK eru þær Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir bakarar.
Einnig verða virtir erlendir dómarar í faginu sem koma til Íslands til að dæma liðin á meðan keppni stendur. Löndin sem keppa til úrslita eru Ísland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Kína og munu fulltrúar þeirra framreiða þjóðlegan bakstur sem dómarar UIBC munu dæma.
Mun undirbúningur og fyrsta rennsli verða þann 3. júní frá kl. 14:00 þar sem Ísland mun keppa. Þann 4. júní munu keppendur svo mæta á Bessastaði og hitta Eliza Jean Reid forsetafrú og bjóða upp á þjóðlegar kökur í tilefni af heimsmeistaramótinu. Verðlaunaafhending verður 5. júní klukkan 16:30 í Menntaskólanum í Kópavogi, Digranesvegi 51.
Hefur sambandið staðið fyrir heimsmeistaramótum bakara og kökugerðarfólks víða um veröld og má nefna að hér á Íslandi var haldið haustið 2022 heimsþing samtakanna, einnig þá í fyrsta skipti í sögu bakara á Íslandi og jafnframt í fyrsta skipti á norðurlöndunum.
Streymt er frá keppninni og er hægt að nálgast það streymi með því að skanna kóðana hér að neðan:
Myndir: labak.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag