Uppskriftir
Heimalagaður steiktur laukur
Fyrir 4-6
Það er ljúffengt að steikja lauk í svokölluðu tempura-deigi. Hægt er að djúpsteikja ýmist annað en lauk, t.d. grænmeti. Gott til að toppa kjötsalat eða sem snakk með sýrðum rjóma.
Olía, til steikingar
2 stórir laukar, skornir í 1/2 cm þykka hringi, hýði fjarlægt
210 g maís-hveiti (Maizenamjöl)
1 msk. lyftiduft
1 msk. matarsóti
1 egg (eggjarauða)
250 ml bjór
1/2 tsk. salt
Ferskur svartur pipar
Aðferð:
Blandið þurrefnum í skál og gerið gat í miðju. Bætið eggjarauðu í sér skál og brjótið hana upp með gaffli. Bætið í hveiti og hellið bjórnum út í.
Þeytið létt til að fá áferð eins og á pönnukökudeigi. Hitið olíu í um 180°C. Prófið hvort hitinn sé nægur með því að setja einn laukbita út í. Þegar hann brúnast er olían tilbúin.
Bætið smá Maizenamjöli og kryddi á laukhringina og dýfið í deigið. Steikið í heitri olíu þar til gullnum lit er náð.
Þerrið á eldhúspappír og kryddið með salti. Hægt er að setja ýmisskonar grænmeti í deigið svo sem vorlauk eða papriku. Einstaklega ljúffengt með afgangskjöti sem er breytt í steikarsalat með remúlaði eða sýrðum rjóma.
Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati