Uppskriftir
Heimalagaður steiktur laukur
Fyrir 4-6
Það er ljúffengt að steikja lauk í svokölluðu tempura-deigi. Hægt er að djúpsteikja ýmist annað en lauk, t.d. grænmeti. Gott til að toppa kjötsalat eða sem snakk með sýrðum rjóma.
Olía, til steikingar
2 stórir laukar, skornir í 1/2 cm þykka hringi, hýði fjarlægt
210 g maís-hveiti (Maizenamjöl)
1 msk. lyftiduft
1 msk. matarsóti
1 egg (eggjarauða)
250 ml bjór
1/2 tsk. salt
Ferskur svartur pipar
Aðferð:
Blandið þurrefnum í skál og gerið gat í miðju. Bætið eggjarauðu í sér skál og brjótið hana upp með gaffli. Bætið í hveiti og hellið bjórnum út í.
Þeytið létt til að fá áferð eins og á pönnukökudeigi. Hitið olíu í um 180°C. Prófið hvort hitinn sé nægur með því að setja einn laukbita út í. Þegar hann brúnast er olían tilbúin.
Bætið smá Maizenamjöli og kryddi á laukhringina og dýfið í deigið. Steikið í heitri olíu þar til gullnum lit er náð.
Þerrið á eldhúspappír og kryddið með salti. Hægt er að setja ýmisskonar grænmeti í deigið svo sem vorlauk eða papriku. Einstaklega ljúffengt með afgangskjöti sem er breytt í steikarsalat með remúlaði eða sýrðum rjóma.
Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu







