Vertu memm

Uppskriftir

Heimagert Jógurt

Birting:

þann

Heimagert Jógurt

Jógúrtið má síðan bragðbæta að vild eða setja niðurskorna ávexti útí ofl.

Það er mjög auðvelt að búa til Jógúrt. Til þess að viðhalda gerlinum og halda áfram löguninni þegar skammturinn er búinn, þarf aðeins að halda til haga 180-200 grömmum af jógurtinu í næstu lögun.

Í byrjun þarf:

180 grömm hreint Jógúrt án bragðefna (1 dós)
1,5 lítrar mjólk

Látið suðuna koma upp á mjólkinni og hellið í ílát með loki. Látið kólna við stofuhita í c.a. 38-42 gráður. Hrærið jógurtinni saman við rösklega. Setjið lokið á og látið standa óhreyft í 6 klst við stofuhita. Mikilvægt er að hreyfa ekki ílátið á meðan. Setjið í kæli og látið kólna vel. Jógúrtið má síðan bragðbæta að vild eða setja niðurskorna ávexti útí.

Jógúrt er einnig ómissandi í Norður-afríska, Indverska og Gríska matargerð.

Þess má geta að á sínum tíma þegar Jógúrt kom fyrst á markað var reynt að finna Íslenskt orð yfir afurðina. Júgurt kom sterklega til greina því að það nafn vísar til að hér sé um afurð júgurs kýrinnar að ræða.

Einnig þótti Júgurt líkt erlenda nafninu.

En Júgurt festist ekki í málinu, því miður…

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið