Uppskriftir
Heilsteiktur hreindýravöðvi með púrtvínssósu
Fyrir 4-5
1 kg hreindýravöðvi, t.d. innralæri eða klumpur
salt og nýmalaður pipar
2 msk. olía
Aðferð:
Kryddið hreindýravöðva með salti og pipar og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þangað til kjötið er orðið fallega brúnt á öllum hliðum. Setjið kjötið í ofnskúffu og inn í 180°C heitan ofn í 10 mínútur. Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 5 mínútur. Setjið kjötið aftur inn í ofninn í 10 mínútur, takið það svo út og látið standa í 5-10 mínútur áður en það er borið fram með púrtvínssósunni og t.d. steiktum kartöflum og grænmeti.
Púrtvínssósa
3 msk. olía
1 laukur, smátt saxaður
5 sveppir, smátt saxaðir
1 tsk. tómatmauk
1 timíangrein
1 lárviðarlauf
2 dl púrtvín eða madeira
2 msk. balsamedik
4 dl hreindýrasoð
sósujafnari
30 g kalt smjör í teningum
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Hitið olíu í potti og látið lauk og sveppi krauma í 2 mínútur án þess að brúnast. Bætið tómatmauki, timíangrein, lárviðarlaufi, balsamediki og púrtvíni í pottinn og sjóðið niður um þriðjung. Hellið hreindýrasoði í pottinn og þykkið með sósujafnara.
Takið pottinn af hellunni og hrærið smjör saman við þar til það er bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið sósuna til með salti og pipar.
Efsta mynd úr villibráðabók Úlfars, sjá nánar hér og höfundur á uppskrift er Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri