Sverrir Halldórsson
Heilbrigðiseftirlitið í Noregi sker upp herör gegn veitingastöðum
Á tímabilinu nóvember 2014 til mars 2015 heimsótti eftirlitið 157 matsölustaði í Osló, Askar og Bærum og af þeim voru 40 sem höfðu nánast allt sitt á hreinu.
Sagði svæðisstjórinn Solveig Erikrud að þó svo 40 staðir hefðu komið þokkalega vel út væri hitt alvarlegri hlutur, að 117 höfðu nánast allt niður um sig og væru í vondum málum.
Með því að smella hér, er hægt að lesa niðurstöðurnar hjá heilbrigðiseftirlitinu í Noregi.
Þetta er nú frekar slæm útkoma hjá Norðmönnum, en spurningin er ef eftirlitið hér á landi myndi gera svipaða könnun hver yrði niðurstaðan, eitthvað sem bransinn þyrfti að hafa áhyggjur af?

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði