Foodexpo
Heil herdeild af íslenskum fagmönnum til Danmerkur
Það verður mikið um dýrðir á matvælasýningunni Foodexpo sem haldin verður í Herning Danmörku 16. til 18. mars næstkomandi, þar sem til sýnis er matvæli, tæki og tól ofl. sem tengist veitingageiranum og samhliða sýningunni verða fjölmargar keppnir, en áætlað er að um 25 þúsund gestir sem koma á sýninguna.
Til að byrja með þá hefst fyrsta keppnin á sunnudeginum 16. mars hjá dönskum kjötiðnaðarmönnum í keppni um besta lifrapaté, salami og rúllupylsuna. Matreiðslumaður Danmörku er haldin sama dag ásamt súkkulaðikeppni hjá dönskum matreiðslunemum.
Á mánudeginum 17. mars er keppni hjá dönskum framreiðslu-, veislu-, og matreiðslunemum.
Það er síðan á þriðjudeginum 18. mars sem að íslensku fagmennirnir keppa. Viktor Örn Andrésson keppir í Matreiðslumaður Norðurlanda og Óðinn Birgir Árnason keppir í Young chefs (Wild card).
Þjálfari Viktors er: Þráinn Freyr Vigfússon.
Þjálfari Óðins er: Jóhannes Jóhannesson.
Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður dæmir fyrir hönd Ísland.
Bragi Þór Hansson og Fjóla Þórisdóttir matreiðslunemar verða fyrir hönd Ísland á ungliðaþingi Norðurlanda. Samhliða er haldið dómaranámskeið en þeir íslensku matreiðslumenn sem sækja það eru: Jóhannes Jóhannesson, Árni Þór Arnórsson, Jakob Magnússon og Bjarki Hilmarsson.
Á matvælasýningunni er Norðurlandamót í súkkulaði listaverkum og verður Axel fulltrúi Íslands og aðstoðarmaður hans er Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari.
Á sýningunni er keppt í Framreiðslumaður Norðurlanda, þar sem löndin Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland keppa, en enginn fulltrúi er frá Íslandi.
Það má með sanni segja að framundan er heilmikil sælkeraveisla fyrir þá sem hafa gaman af að fylgjast með keppnum, en veitingageirinn.is mun vera á vaktinni og gera góð skil á öllum keppnunum, fylgist vel með.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin