Markaðurinn
Havarti heitir nú Hávarður
Í byrjun júlí breytast nöfnin á Óðalsostunum Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Nafnabreytingingarnar eru tilkomnar vegna samkomulags Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum en allur ostur sem ber nafnið Havarti þarf nú að vera framleiddur í Danmörku. Því var ákveðið að gefa ostunum séríslensk nöfn og urðu Hávarður og Hávarður krydd fyrir valinu þar sem nöfnin mynda skemmtileg tengsl við fyrirrennara sína.
Hávarður og Hávarður krydd eru því nýir arftakar Óðals Havarti ostanna en ostarnir hafa notið mikilla vinsælda meðal íslenskra ostaunnenda frá því að framleiðsla hófst hér á landi árið 1980. Hávarður er mjúkur og bragðmildur en verður bragðmeiri með aldrinum og Hávarður krydd er einnig mjúkur og mildur en bragðbættur með sætri papriku og votti af piparaldinum.
Við bjóðum þá bræður, Hávarð og Hávarð krydd, velkomna í Óðalsostafjölskylduna.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






