Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Haustfagnaður á Salatbarnum

Birting:

þann

Hlaðborðið og salatbarinn

Hinn árlegi haustfagnaður Salatbarsins var haldinn í 3. sinn nú á dögunum, en tilefnið er að fagna uppskeru haustins með veglegum hætti.

Boðið er upp á kjarngóðan og sígildan íslenskan mat td, kjötsúpu, blóðmör , lifrapylsa, svið, lifur, nýru sem bæði er á hefðbundinn máta sem nútímalegan, grænmeti átti sína fulltrúa í gulrótum, rófum ,sellerirót og hvítkáli að ógleymdri heimalöguðu rababarasultunni sem toppaði allt.

Ekki má gleyma sveppunum á alla kanta og berjunum, þá bæði kræki og aðalbláberja sem voru gerð góð skil á með svokölluðu silkiskyri.  Á hinu kjarngóðu og sígilda íslenska hráefni væri gaman að sjá fleiri veitingamenn bæta þessu inn í flóruna hjá sér, en þeir þyrftu ekki að hafa þennan grófa mat heldur staðfæra hann miðað við þá línu sem staðurinn er á og má þar nefna staði sem hafa gert góð skil á íslensku hráefni eru t.d. Einar Ben , Vox Hilton, og Friðrik V á Akureyri, en þar hefur vel tekist til og mjög gott innlegg í matarflóru Íslands.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið