Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hátíðin BragðaGarður haldin í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur

Birting:

þann

BragðaGarður 2024

Slow Food Reykjavík samtökin halda tveggja daga Slow Food hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur 18. og 19. október undir nafninu BragðaGarður.

Föstudaginnn 18. október, 11:00–17:00 er sérstök áhersla á fræðslu og vinnustofur sem höfða til ungmenna á aldrinum 16 – 20 ára. Tilefnið er að fræðast um mat, áhrif hans á umhverfið og eiga skemmtilegan föstudag í fallegu umhverfi Grasagarðs Reykjavíkur.

  • Skynmats vinnustofur: Bragð, lykt og áferð matarins.
  • Smakk vinnustofur: Skyr, geitaafurðir, kartöflur og jurtakokteilar.
  • Hvaðan kemur maturinn okkar? Umræður við bændur og smáframleiðendur
  • Virði líffræðlegrar fjölbreytni í matvælaframleiðslu.
  • Hvað erum við að borða vs. hvað ættum við að borða?
  • Matartengdur ratleikur og þrautaborð.

Nemendur úr Hótel- og Matvælaskólanum í MK fræða jafnaldra sína um mat og matartengd málefni ásamt kennurum og meðlimum úr Slow Food Reykjavík samtökunum.

Föstudagurinn 18. október 15:00 – 17:00

Diskósúpa til að vekja athygli á matarsóun og leiðum til að sporna við henni, gestir taka þátt í að útbúa súpuna og kl. 15:30 kemur DJ Skúli til að þeyta skífum. Borðum súpuna saman ásamt veitingum frá Kaffi Flóru þar sem þetta mikilvæga umhverfismál er rætt í þaula.

Vinnustofur – Föstudagurinn 18. október

kl 16:00 Stefnumótun vörumerkis

Árni Þórður Randversson verður með vinnustofu um Stefnumótun vörumerkis, sérstaklega miðaða að frum- og smáframleiðendum. Hann er nýlega útskrifaður úr The University of Gastronomic Sciences í Pollenzo á Ítalíu, sem er Slow Food háskóli.

Laugardagurinn 19. október

kl 12:00 Hringrásarhagkerfi matvæla

Þórdís V. Þórhallsdóttir, ein af þeim sem stendur á bakvið Frískápa samfélagið.

kl 13:00 Upprunamerkt á matseðli?

Hafliði Halldórsson, Icelandic lamb ræðir um hugmyndir okkar hvaðan maturinn okkar kemur og hvernig það skiptir mál

kl 14:00 Heill heimur af sveppum

Michele Rebora & Heiða Björg Tómasdóttir, þau eru öflug í sveppatínslu og kunna margar skemmtilegar leiðir til að geyma og vinna þá.

kl 15:00 Matur á Skyggnissteini

Dagný Guðmundsdóttir segir frá hvernig hún vinnur úr villtum jurtum og ræktuðum úr matarkistunni á Skyggnissteini.

Matarmarkaður

Laugardaginn 19. október 11:00–17:00 er matarmarkaður

Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

  • Fine foods – vörur þangi
  • Ásakaffi góðgæti – lagtertur og annað góðgæti
  • Huldubúð – marmelaði, sultur, pestó & fleira
  • Sólheimar sjálfbært samfélag – grænmeti
  • ÁsaG heitar súkkulaðibombur – súkkulaðisæla tilbúinn í bollann þinn
  • R-rabarbari – saft, sultur, hlaup og fleira úr tröllasúru
  • Búkonan matarhandverk – reyktur silungur úr Skorradal
  • Breiðagerði – afurðir úr lífrænt ræktuðu grænmeti og berjum, kryddsölt og grænmetisbollur
  • Háafell Geitfjársetur – geitarafurðir, pylsur, ostar, krem, sápur, síróp o.fl.
  • Hrísakot – geitakjöt og afurðir
  • Loki foods – krókettur, vegan plokkfiskur og grænmetisbollur
  • Svava Sinnep – handverkssinnep
  • Krispa Fisk Snakk – 5 tegundir af Krispa harðfiskflögum
  • Krukkur og kruðerý – hunang, sýrðar gúrkur, tómatsúpa og chillisulta

Viðburðinn er ókeypis og öllum opinn.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið