Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hátíð Bjórsins haldin í Officera klúbbnum á Ásbrú
Hátíð bjórsins er nú haldin í þriðja sinn. Þá munu koma saman mörg af betri brugghúsum landsins og nú í fyrsta skiptið, heildsalar landsins og kynna nýja jafnt sem vel þekkta bjóra. Verður hátíðin haldin í hinu stórglæsilega húsnæði Officera klúbbsins, Ásbrú, Reykjanesbæ og hefst kl 17:00 á laugardeginum 24 maí næstkomandi.
Eftir bjór kynninguna, þá verður veglegur Amerískur grill matseðill í boði og ef úrslitaleikurinn í meistaradeildinni í fótbolta verður á sama degi, þá verður leikurinn sýndur í beinni fyrir þá sem vilja og þeir sem horfa ekki á fótbolta, þá verður annað skemmtiefni í boði.
Úrval af hágæða bjórum verða svo til sölu langt fram á kvöld ásamt lifandi músík.
Meðal þeirra gesta sem mæta á hátíðina eru Bjórsafn Íslands sem mun mæta á svæðið og sýna sitt einstaka safn af bjórum og Sindri hjá Bjórviss mun fjalla um skemmtilegt málefni svo fátt eitt sé nefnt.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Sindra hjá Bjórviss með námskeið í pörun á bjór og mat:
Hægt er að kaupa miða á hátíðina á midi.is hér.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða