Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hátíð Bjórsins haldin í Officera klúbbnum á Ásbrú
Hátíð bjórsins er nú haldin í þriðja sinn. Þá munu koma saman mörg af betri brugghúsum landsins og nú í fyrsta skiptið, heildsalar landsins og kynna nýja jafnt sem vel þekkta bjóra. Verður hátíðin haldin í hinu stórglæsilega húsnæði Officera klúbbsins, Ásbrú, Reykjanesbæ og hefst kl 17:00 á laugardeginum 24 maí næstkomandi.
Eftir bjór kynninguna, þá verður veglegur Amerískur grill matseðill í boði og ef úrslitaleikurinn í meistaradeildinni í fótbolta verður á sama degi, þá verður leikurinn sýndur í beinni fyrir þá sem vilja og þeir sem horfa ekki á fótbolta, þá verður annað skemmtiefni í boði.
Úrval af hágæða bjórum verða svo til sölu langt fram á kvöld ásamt lifandi músík.
Meðal þeirra gesta sem mæta á hátíðina eru Bjórsafn Íslands sem mun mæta á svæðið og sýna sitt einstaka safn af bjórum og Sindri hjá Bjórviss mun fjalla um skemmtilegt málefni svo fátt eitt sé nefnt.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Sindra hjá Bjórviss með námskeið í pörun á bjór og mat:
Hægt er að kaupa miða á hátíðina á midi.is hér.
Mynd: aðsend
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi