Vertu memm

Björn Ágúst Hansson

Hamilton Johnson – Steikhúsið – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Hamilton Johnson - Steikhúsið - Food & Fun 2015

Hamilton Johnsson kemur frá Inman, Suður Carolina. Hann útskrifaðist frá Johnson and Wales University í Charleston. Eftir útskrift fór Hamilton að vinna svolítið norðanlega undir Frank Lee, og hann varð svo leiðbeinandi hans og varð mikill áhrifavaldur á matreiðslu hamilton.

Hamilton fór svo til Wasington D.C. árið 2008 til að ná sér í meiri reynslu í matreiðslu úr suðri. Hann fór að vinna fyrir Jeffrey Buben á veitingarstaðnum hans Vidalia.

Hamilton Johnson - Steikhúsið - Food & Fun 2015

Björn Ágúst Hansson fréttamaður veitingageirans og Hamilton Johnson

Þar hefur hann unnið sig upp frá að vera chef de partie í að vera yfirmatreiðslumaður ( chef de cuisine ). Matargerðin hans er ennþá í takt við suður Karolínu og ferskt hráefni frá Chesapake Bay.

Hamilton Johnson - Steikhúsið - Food & Fun 2015

Hrefnu tataki, sýrðar gúrkur, chilli sulta, síteónu olía.

Svolítið spæsí fyrir suma, missti allt bragð af hrefnunni.

Hamilton Johnson - Steikhúsið - Food & Fun 2015

Pikklaður leturhumar, dillmajó, smárauðrófur, stökkt grænkál, rúgmulningur og smjörfleytir.

Mjög fínn réttur, sýran yfirgnæfði réttinn svolítið.

Hamilton Johnson - Steikhúsið - Food & Fun 2015

Pancetta vafin blálanga, sætarkartöflu fondue, pikklað sellerý, silungahrogna-sítrus sýrður rjómi.

Fiskurinn mjög vel eldaður, sætukartöflurnar eiga forgang þarna mjög sterkt bragði af henni sem tekur allt bragð af hinu í réttinum.

Hamilton Johnson - Steikhúsið - Food & Fun 2015

Nautalund, merg-steinselju hjúpur, hvítkál, foie gras, nýpu marmelaði, kóríander-nauta djús

Steikin mjög fín, hvítkálið skemmtilegt og mjög fín eldun á nautinu.

Hamilton Johnson - Steikhúsið - Food & Fun 2015

Súkkulaði bergamot ganache, ristað skyr, birki marengs, súrur, ís úr brúnuðu smjöri.

Svolítið beiskur, en heilt yfir mjög gott bragð á réttinum.

 

 

Við þökkum kærlega vel fyrir okkur.

 

Myndir: Kristinn

/Björn

twitter og instagram icon

 

Björn Ágúst Hansson er matreiðslumaður að mennt en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Björn hefur starfað meðal annars á Hótel Sögu, White Brasserie í Englandi, Þremur Frökkum. Hægt er að hafa samband við Björn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið