Frétt
Hamborgarastaður kærir DoorDash
Veitingahúsaeigendur hafa lagt fram kæru gegn DoorDash um að nota merkið sitt og selt matinn án þeirra leyfis.
Burger Antics er 5 ára gamall veitingastaður í Brookfield hverfinu í Chicago en eigendur hafa aldrei gefið fyrirtækinu DoorDash leyfi að senda mat undir þeirra merkjum. DoorDash býður upp á veitingaþjónustu þar sem neytendum gefst kostur á að velja af matseðlum á heimasíðu DoorDash um 54 þúsund veitingastaða.
„Burger Antics byrjuðu að fá kvartanir frá viðskiptavinum um að hafa fengið matinn alltof seint og kaldan mat“
sagði Terrence Buehler, lögfræðingur Burger Antics.
Í nóvember 2015 lagði N-Out Burger veitingastaðurinn lögsókn gegn DoorDash í svipuðu máli og Burger Antics og óskuðu eftir því að logo þeirra yrði fjarlægt af vefsvæði DoorDash. Málinu var vísað frá tveimur mánuðum síðar.
„Það er trúnaðarmál,“
sagði Robert Wallan, lögfræðingur í Los Angeles, sem var fulltrúi In-N-Out Burger í málsókninni, í samtali við Chicago Tribune aðspurður um kæruna.
In-N-Out er ekki lengur aðgengilegt á vefsíðu DoorDash.
„DoorDash leitast við að veita bestu heimsendingarþjónustu til viðskiptavina. Við höfum fjarlægt Burger Antics af heimasíðu DoorDash.“
sagði Jen Rapp, talsmaður DoorDash, í tölvupósti sem barst til Chicago Tribune. Félagið svaraði ekki frekari spurningum um viðskiptahætti þeirra.
Mynd: doordash.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús