Frétt
Hamborgarastaður kærir DoorDash
Veitingahúsaeigendur hafa lagt fram kæru gegn DoorDash um að nota merkið sitt og selt matinn án þeirra leyfis.
Burger Antics er 5 ára gamall veitingastaður í Brookfield hverfinu í Chicago en eigendur hafa aldrei gefið fyrirtækinu DoorDash leyfi að senda mat undir þeirra merkjum. DoorDash býður upp á veitingaþjónustu þar sem neytendum gefst kostur á að velja af matseðlum á heimasíðu DoorDash um 54 þúsund veitingastaða.
„Burger Antics byrjuðu að fá kvartanir frá viðskiptavinum um að hafa fengið matinn alltof seint og kaldan mat“
sagði Terrence Buehler, lögfræðingur Burger Antics.
Í nóvember 2015 lagði N-Out Burger veitingastaðurinn lögsókn gegn DoorDash í svipuðu máli og Burger Antics og óskuðu eftir því að logo þeirra yrði fjarlægt af vefsvæði DoorDash. Málinu var vísað frá tveimur mánuðum síðar.
„Það er trúnaðarmál,“
sagði Robert Wallan, lögfræðingur í Los Angeles, sem var fulltrúi In-N-Out Burger í málsókninni, í samtali við Chicago Tribune aðspurður um kæruna.
In-N-Out er ekki lengur aðgengilegt á vefsíðu DoorDash.
„DoorDash leitast við að veita bestu heimsendingarþjónustu til viðskiptavina. Við höfum fjarlægt Burger Antics af heimasíðu DoorDash.“
sagði Jen Rapp, talsmaður DoorDash, í tölvupósti sem barst til Chicago Tribune. Félagið svaraði ekki frekari spurningum um viðskiptahætti þeirra.
Mynd: doordash.com

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð