Sverrir Halldórsson
Hagnaður Íslandshótela nam 551 milljón

Framkvæmdir við stækkun á Fosshótel Húsavík eru í fullum gangi og áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016.
Grand Hótel, Fosshótelin, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík eru öll í eigu Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Íslandshótel högnuðust um 551 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 172 milljónir króna á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðu Íslandshótela námu tæplega 5,2 milljörðum króna á árinu, en þær námu 4,5 milljörðum króna ári fyrr. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði nam tæplega 1,2 milljörðum króna og jókst um 250 milljónir króna frá fyrra ári, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins námu 12,3 milljörðum króna í lok ársins en þar af nam virði fasteigna og lóða 10,2 milljörðum. Skuldir námu 10,5 milljörðum króna og nam eigið fé félagsins 1,9 milljörðum króna.
Greint frá á vb.is
Tölvuteiknuð mynd: aðsend

-
Keppni1 dagur síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt4 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum