Sverrir Halldórsson
Hagnaður Íslandshótela nam 551 milljón

Framkvæmdir við stækkun á Fosshótel Húsavík eru í fullum gangi og áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016.
Grand Hótel, Fosshótelin, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík eru öll í eigu Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Íslandshótel högnuðust um 551 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 172 milljónir króna á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðu Íslandshótela námu tæplega 5,2 milljörðum króna á árinu, en þær námu 4,5 milljörðum króna ári fyrr. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði nam tæplega 1,2 milljörðum króna og jókst um 250 milljónir króna frá fyrra ári, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins námu 12,3 milljörðum króna í lok ársins en þar af nam virði fasteigna og lóða 10,2 milljörðum. Skuldir námu 10,5 milljörðum króna og nam eigið fé félagsins 1,9 milljörðum króna.
Greint frá á vb.is
Tölvuteiknuð mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?