Sverrir Halldórsson
Hagnaður Íslandshótela nam 551 milljón

Framkvæmdir við stækkun á Fosshótel Húsavík eru í fullum gangi og áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016.
Grand Hótel, Fosshótelin, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík eru öll í eigu Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Íslandshótel högnuðust um 551 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 172 milljónir króna á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðu Íslandshótela námu tæplega 5,2 milljörðum króna á árinu, en þær námu 4,5 milljörðum króna ári fyrr. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði nam tæplega 1,2 milljörðum króna og jókst um 250 milljónir króna frá fyrra ári, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins námu 12,3 milljörðum króna í lok ársins en þar af nam virði fasteigna og lóða 10,2 milljörðum. Skuldir námu 10,5 milljörðum króna og nam eigið fé félagsins 1,9 milljörðum króna.
Greint frá á vb.is
Tölvuteiknuð mynd: aðsend
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





