Sverrir Halldórsson
Hagnaður Íslandshótela nam 551 milljón
Íslandshótel högnuðust um 551 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 172 milljónir króna á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðu Íslandshótela námu tæplega 5,2 milljörðum króna á árinu, en þær námu 4,5 milljörðum króna ári fyrr. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði nam tæplega 1,2 milljörðum króna og jókst um 250 milljónir króna frá fyrra ári, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins námu 12,3 milljörðum króna í lok ársins en þar af nam virði fasteigna og lóða 10,2 milljörðum. Skuldir námu 10,5 milljörðum króna og nam eigið fé félagsins 1,9 milljörðum króna.
Greint frá á vb.is
Tölvuteiknuð mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin