Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gunni Kalli opnar nýjan veitingastað á Akureyri – Myndir
Meistarakokkurinn Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og eigandi Michelin veitingastaðarins Dill í Reykjavík opnar nýjan veitingastað á Akureyri í dag. Staðurinn sem hefur fengið nafnið North er staðsettur á jarðhæð Hótels Akureyrar í gamla Skjaldborgarhúsinu við Hafnarstræti.
Gunnar segir að North verði einskonar litla systir Dillsins, en ekki eins og Dill. Á North er borinn fram morgunverður frá klukkan 07:00 til 11:00 fyrir gesti og gangandi og á kvöldin frá klukkan 18:00.
Á North er boðið upp á 7 rétta smakkseðil sem kostar 10.800 kr. og er lögð áhersla á íslenskt hráefni og þá sérstaklega það hráefni sem norðurlandið hefur upp á að bjóða. Nú á dögunum auglýsti Gunnar Karl í Dagskránni á Akureyri opnunina á staðnum og biðlaði til þeirra sem selja skemmtilegt hráefni að hafa samband.
Hægt er að panta borð á Dineout.is hér.
Myndir: Gunnar Karl Gíslason
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu














