Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gunni Kalli opnar nýjan veitingastað á Akureyri – Myndir
Meistarakokkurinn Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og eigandi Michelin veitingastaðarins Dill í Reykjavík opnar nýjan veitingastað á Akureyri í dag. Staðurinn sem hefur fengið nafnið North er staðsettur á jarðhæð Hótels Akureyrar í gamla Skjaldborgarhúsinu við Hafnarstræti.
Gunnar segir að North verði einskonar litla systir Dillsins, en ekki eins og Dill. Á North er borinn fram morgunverður frá klukkan 07:00 til 11:00 fyrir gesti og gangandi og á kvöldin frá klukkan 18:00.
Á North er boðið upp á 7 rétta smakkseðil sem kostar 10.800 kr. og er lögð áhersla á íslenskt hráefni og þá sérstaklega það hráefni sem norðurlandið hefur upp á að bjóða. Nú á dögunum auglýsti Gunnar Karl í Dagskránni á Akureyri opnunina á staðnum og biðlaði til þeirra sem selja skemmtilegt hráefni að hafa samband.
Hægt er að panta borð á Dineout.is hér.
Myndir: Gunnar Karl Gíslason
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana