Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Gunni Kalli opnar nýjan veitingastað á Akureyri – Myndir

Birting:

þann

North á Akureyri

Meistarakokkurinn Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og eigandi Michelin veitingastaðarins Dill í Reykjavík opnar nýjan veitingastað á Akureyri í dag.  Staðurinn sem hefur fengið nafnið North er staðsettur á jarðhæð Hótels Akureyrar í gamla Skjaldborgarhúsinu við Hafnarstræti.

Gunnar Karl Gíslason - Reykjavik Edition hótelið

Gunnar Karl Gíslason

Gunnar segir að North verði einskonar litla systir Dillsins, en ekki eins og Dill. Á North er borinn fram morgunverður frá klukkan 07:00 til 11:00 fyrir gesti og gangandi og á kvöldin frá klukkan 18:00.

Á North er boðið upp á 7 rétta smakkseðil sem kostar 10.800 kr. og er lögð áhersla á íslenskt hráefni og þá sérstaklega það hráefni sem norðurlandið hefur upp á að bjóða. Nú á dögunum auglýsti Gunnar Karl í Dagskránni á Akureyri opnunina á staðnum og biðlaði til þeirra sem selja skemmtilegt hráefni að hafa samband.

Hægt er að panta borð á Dineout.is hér.

Myndir:  Gunnar Karl Gíslason

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið