Uppskriftir
Gulrótarsúpa með anis og hvítlauk
600 gr afhýddar gulrætur
600 ml grænmetis eða kjúklingasoð
2 stk stjörnuanis
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
200 ml kókosmjólk
100 ml rjómi
Salt og pipar
1 tsk karrý
50 ml ólífuolía
Allt grænmeti er skorið gróft niður og svitað í olíunni. Kryddað til með karrý, salti og pipar. Soði er bætt við og soðið rólega saman í 30 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið rjóma, kókos og anisstjörnu saman við og látið sjóða rólega í 15 mínútur.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






