Uppskriftir
Gulrófutartar
4 harðsoðin egg
2 myndarlegar rófur
2 rauðlaukar
100 g grænt salat
estragon, ferskt eða þurrt
safi úr ½ sítrónu
1 msk. gott hvítvínsedik
2 tsk. sterkt sinnep
5 msk. repjuolía
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Sjóða skal eggin og skera í tvennt. Rífa gulrófurnar niður og saxa laukinn smátt. Blanda í skál sítrónusafa, sinnepi og vínediki. Hella olíu rólega út í blönduna og hræra vel saman. Salta og pipra eftir smekk.
Hella sósunni yfir gulrófurnar og blanda saman.
Svo er bara að raða herlegheitunum upp eftir kúnstarinnar reglum; salat á diskinn, rófurnar þar ofan á og næst laukinn, eggin og kryddið. Það er skemmtilegt að bera þetta fram eins og hið víðfræga bufftartar og krydda að lokum með estragoni og góðum pipar.
Höfundur er Sigurlaug Margét Jónasdóttir.
Sigurlaug hefur í gegnum árin leitað að hinu ómótstæðilega bragði og unnið matarþætti bæði fyrir Sjónvarpið og Rás eitt.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa







