Vertu memm

Uppskriftir

Gulrófutartar

Birting:

þann

Gulrófutartar

4 harðsoðin egg

2 myndarlegar rófur

2 rauðlaukar

100 g grænt salat

estragon, ferskt eða þurrt

safi úr ½ sítrónu

1 msk. gott hvítvínsedik

2 tsk. sterkt sinnep

5 msk. repjuolía

salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Sjóða skal eggin og skera í tvennt. Rífa gulrófurnar niður og saxa laukinn smátt. Blanda í skál sítrónusafa, sinnepi og vínediki. Hella olíu rólega út í blönduna og hræra vel saman. Salta og pipra eftir smekk.

Hella sósunni yfir gulrófurnar og blanda saman.

Svo er bara að raða herlegheitunum upp eftir kúnstarinnar reglum; salat á diskinn, rófurnar þar ofan á og næst laukinn, eggin og kryddið. Það er skemmtilegt að bera þetta fram eins og hið víðfræga bufftartar og krydda að lokum með estragoni og góðum pipar.

Sigurlaug Margét Jónasdóttir

Sigurlaug Margét Jónasdóttir

Höfundur er Sigurlaug Margét Jónasdóttir.

Sigurlaug hefur í gegnum árin leitað að hinu ómótstæðilega bragði og unnið matarþætti bæði fyrir Sjónvarpið og Rás eitt.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið