Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gulli Arnar: „Litla bakaríið er að stækka smátt og smátt….“
Gunnlaugur Arnar Ingason bakari og konditor og æskufélagi hans Böðvar Böðvarsson opnuðu nýja veisluþjónustu í mars s.l.
Veisluþjónustan fékk nafnið Gulli Arnar og er staðsett við Flatahraun 31 í Hafnarfirði. Gulli er mjög öflugur á samfélagsmiðlunum, þar sem hann sýnir frá starfsemi veisluþjónustunnar. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með Gulla og hvað mikill metnaður er settur í eftirréttina, kökurnar og frönsku makrónurnar, en þær eru t.a.m. allar litarefna-, og aukaefnalausar.
Sjá einnig:
Böðvar er atvinnumaður í fótbolta og er búsettur í Póllandi og spilar í efstudeild þar í landi. Gulli hefur nánast staðið einn vaktina frá opnun veisluþjónustunnar og ætlar núna að bæta við tveimur nýjum starfsmönnum í hlutastarf. Vinnutíminn er þriðjudaga – föstudaga frá 8-12 annarsvegar og 13-17:30 hinsvegar. Starfið felur í sér afgreiðslu, pökkun, aðstoð í framleiðslu og aðstoð við þrif.
Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda umsókn á [email protected]
Myndir: facebook / Gulli Arnar Veisluþjónusta
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé