Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gulli Arnar: „Litla bakaríið er að stækka smátt og smátt….“
Gunnlaugur Arnar Ingason bakari og konditor og æskufélagi hans Böðvar Böðvarsson opnuðu nýja veisluþjónustu í mars s.l.
Veisluþjónustan fékk nafnið Gulli Arnar og er staðsett við Flatahraun 31 í Hafnarfirði. Gulli er mjög öflugur á samfélagsmiðlunum, þar sem hann sýnir frá starfsemi veisluþjónustunnar. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með Gulla og hvað mikill metnaður er settur í eftirréttina, kökurnar og frönsku makrónurnar, en þær eru t.a.m. allar litarefna-, og aukaefnalausar.
Sjá einnig:
Böðvar er atvinnumaður í fótbolta og er búsettur í Póllandi og spilar í efstudeild þar í landi. Gulli hefur nánast staðið einn vaktina frá opnun veisluþjónustunnar og ætlar núna að bæta við tveimur nýjum starfsmönnum í hlutastarf. Vinnutíminn er þriðjudaga – föstudaga frá 8-12 annarsvegar og 13-17:30 hinsvegar. Starfið felur í sér afgreiðslu, pökkun, aðstoð í framleiðslu og aðstoð við þrif.
Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda umsókn á [email protected]
Myndir: facebook / Gulli Arnar Veisluþjónusta
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin