Starfsmannavelta
Guðríður Arnardóttir skipuð skólameistari Menntaskólans í Kópavogi
Guðríður Eldey Arnardóttir hefur verið skipuð skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Að fenginni umsögn skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ákveðið að skipa Guðríði í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2019, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Níu umsóknir bárust um stöðuna.
Sjá einnig: Níu sóttu um embætti skólameistara MK – Ásgeir Þór bakari á meðal umsækjenda
Guðríður lauk B.Sc. prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1995 og uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 1997. Hún lauk diplómanámi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og diplómagráðu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2015.
Guðríður hefur auk þess lokið grunn- og framhaldsnámskeiðum í samningatækni frá Harvard háskóla. Hún hefur starfað sem kennari á grunn- og framhaldsskólastigi, og einnig sem hugbúnaðarsérfræðingur, veðurfréttamaður og markaðsstjóri. Guðríður hefur verið formaður og framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara frá árinu 2014 og er fulltrúi Íslands í ETUCE, evrópusamtökum kennarafélaga. Þá var hún bæjarfulltrúi í Kópavogi árin 2006-2014 og formaður bæjarráðs Kópavogs 2010-2012.
Hún var auk þess varaformaður stjórnar og fulltrúi í kjaranefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga 2010-2014 og fulltrúi Íslands í samráðsvettvangi sveitarstjórnarfólks á vegum Evrópuráðsins.
Mynd: stjornarradid.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí