Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugli
Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingi frá Matfugli seldum undir merkjum Bónus, Ali eða FK með framleiðslulotunúmeri 215-19-01-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) og pökkunardag 03.02.2020 – 07.02.2020. Matfugl hefur stöðvað dreifingu og innkallað kjúklinginn.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Ali, Bónus, FK
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 215-19-01-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) með pökkunardag 03.02.2020 – 07.02.2020
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Nóatún
Í tilkynningu frá Matfugli segir að til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir áprentuðum leiðbeiningum um eldunkjúklinga, sem finna má á umbúðum. Steiki kjúklinginn í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.
Neytendum sem keypt hafa kjúklinginn er bent á að skila honum í viðkomandi verslun eða til fyrirtækisins að Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt