Uppskriftir
Grilluð makríls- og humarspjót í heimalagaðri teryaki-sósu
Teryaki makríls- og humarspjót (fyrir fjóra)
Hráefni
8 makrílsflök
16 humrar
box af kirsuberjatómötum
hálfur bolli japönsk sojasósa
hálfur bolli sake (japanskt hrísgrjónavín)
hálfur bolli mirin
ein msk. sykur
Aðferð
Makrílsflökin eru skorin eftir endilöngu og roðinu haldið á. Þá er pinnanum stungið í endann á flakinu. Því næst er skelflettur humar settur á pinnann og makrílsflakið látið mynda S á pinnanum. Því næst er öðrum humar stungið á pinnann þannig að á einum pinna er eitt makrílsflak og tveir humarhalar. Svo má stinga kirsuberjatómötum á milli að ósk.
Heimalöguð teryaki-sósa
Til að útbúa teryaki-sósuna er sojasósunni, sake, mirin og sykrinum blandað saman. Gott er að hita sósuna örlítið til að sykurinn bráðni og kæla hana svo aftur.
Spjótin eru svo pensluð vel með teryaki-sósunni og grilluð í tvær mínútur á hvorri hlið. Svo má hella meiri teryakisósu yfir spjótin. Gott er að bera fram salat og góð hrísgrjón með réttinum.
Höfundur er: Þyrnir Hálfdánarson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir