Uppskriftir
Grilluð makríls- og humarspjót í heimalagaðri teryaki-sósu
Teryaki makríls- og humarspjót (fyrir fjóra)
Hráefni
8 makrílsflök
16 humrar
box af kirsuberjatómötum
hálfur bolli japönsk sojasósa
hálfur bolli sake (japanskt hrísgrjónavín)
hálfur bolli mirin
ein msk. sykur
Aðferð
Makrílsflökin eru skorin eftir endilöngu og roðinu haldið á. Þá er pinnanum stungið í endann á flakinu. Því næst er skelflettur humar settur á pinnann og makrílsflakið látið mynda S á pinnanum. Því næst er öðrum humar stungið á pinnann þannig að á einum pinna er eitt makrílsflak og tveir humarhalar. Svo má stinga kirsuberjatómötum á milli að ósk.
Heimalöguð teryaki-sósa
Til að útbúa teryaki-sósuna er sojasósunni, sake, mirin og sykrinum blandað saman. Gott er að hita sósuna örlítið til að sykurinn bráðni og kæla hana svo aftur.
Spjótin eru svo pensluð vel með teryaki-sósunni og grilluð í tvær mínútur á hvorri hlið. Svo má hella meiri teryakisósu yfir spjótin. Gott er að bera fram salat og góð hrísgrjón með réttinum.
Höfundur er: Þyrnir Hálfdánarson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






