Uppskriftir
Grilluð makríls- og humarspjót í heimalagaðri teryaki-sósu
Teryaki makríls- og humarspjót (fyrir fjóra)
Hráefni
8 makrílsflök
16 humrar
box af kirsuberjatómötum
hálfur bolli japönsk sojasósa
hálfur bolli sake (japanskt hrísgrjónavín)
hálfur bolli mirin
ein msk. sykur
Aðferð
Makrílsflökin eru skorin eftir endilöngu og roðinu haldið á. Þá er pinnanum stungið í endann á flakinu. Því næst er skelflettur humar settur á pinnann og makrílsflakið látið mynda S á pinnanum. Því næst er öðrum humar stungið á pinnann þannig að á einum pinna er eitt makrílsflak og tveir humarhalar. Svo má stinga kirsuberjatómötum á milli að ósk.
Heimalöguð teryaki-sósa
Til að útbúa teryaki-sósuna er sojasósunni, sake, mirin og sykrinum blandað saman. Gott er að hita sósuna örlítið til að sykurinn bráðni og kæla hana svo aftur.
Spjótin eru svo pensluð vel með teryaki-sósunni og grilluð í tvær mínútur á hvorri hlið. Svo má hella meiri teryakisósu yfir spjótin. Gott er að bera fram salat og góð hrísgrjón með réttinum.
Höfundur er: Þyrnir Hálfdánarson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur