Uppskriftir
Grillaður humar með sítrus ávöxtum
Innihald:
600 gr Humar
50 ml hvítlauksolía
200 gr kalt smjör
Blandaðir sítrus ávextir, appelsínur og grape
Aðferð:
Humar á grillið er toppurinn, og er skemmtilegur forréttur eða jafnvel sem aðalréttur, með góðu brauði og salati, en hér er ferskleikinn í fyrirrúmi. Skemmtilegt bragð kemur þegar sítrus ávöxtum er bætt við, eins og appelsínum og rauðum grape ávöxtum.
Humarinn er þerraður og grillaður við háan hita, penslaður með hvítlauksolíunni, kryddaður með salti og smá kryddjurtum ( ef uppskera er í garðinum eða gluggakistunni) færður upp á disk og framreiddur með salati, brauði og sítrus ávöxtunum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann