Uppskriftir
Grillaður humar með sítrus ávöxtum
Innihald:
600 gr Humar
50 ml hvítlauksolía
200 gr kalt smjör
Blandaðir sítrus ávextir, appelsínur og grape
Aðferð:
Humar á grillið er toppurinn, og er skemmtilegur forréttur eða jafnvel sem aðalréttur, með góðu brauði og salati, en hér er ferskleikinn í fyrirrúmi. Skemmtilegt bragð kemur þegar sítrus ávöxtum er bætt við, eins og appelsínum og rauðum grape ávöxtum.
Humarinn er þerraður og grillaður við háan hita, penslaður með hvítlauksolíunni, kryddaður með salti og smá kryddjurtum ( ef uppskera er í garðinum eða gluggakistunni) færður upp á disk og framreiddur með salati, brauði og sítrus ávöxtunum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






