Uppskriftir
Grillaður humar með sítrus ávöxtum
Innihald:
600 gr Humar
50 ml hvítlauksolía
200 gr kalt smjör
Blandaðir sítrus ávextir, appelsínur og grape
Aðferð:
Humar á grillið er toppurinn, og er skemmtilegur forréttur eða jafnvel sem aðalréttur, með góðu brauði og salati, en hér er ferskleikinn í fyrirrúmi. Skemmtilegt bragð kemur þegar sítrus ávöxtum er bætt við, eins og appelsínum og rauðum grape ávöxtum.
Humarinn er þerraður og grillaður við háan hita, penslaður með hvítlauksolíunni, kryddaður með salti og smá kryddjurtum ( ef uppskera er í garðinum eða gluggakistunni) færður upp á disk og framreiddur með salati, brauði og sítrus ávöxtunum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn5 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar