Uppskriftir
Grillaður humar með sítrus ávöxtum
Innihald:
600 gr Humar
50 ml hvítlauksolía
200 gr kalt smjör
Blandaðir sítrus ávextir, appelsínur og grape
Aðferð:
Humar á grillið er toppurinn, og er skemmtilegur forréttur eða jafnvel sem aðalréttur, með góðu brauði og salati, en hér er ferskleikinn í fyrirrúmi. Skemmtilegt bragð kemur þegar sítrus ávöxtum er bætt við, eins og appelsínum og rauðum grape ávöxtum.
Humarinn er þerraður og grillaður við háan hita, penslaður með hvítlauksolíunni, kryddaður með salti og smá kryddjurtum ( ef uppskera er í garðinum eða gluggakistunni) færður upp á disk og framreiddur með salati, brauði og sítrus ávöxtunum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






