Uppskriftir
Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín
Fyrir 4
150 g smjör
½ stk blaðlaukur
2 rif hvítlaukur
1 grein rósmarín
12 stk möndlukartöflur eða einhverjar aðrar litlar kartöflur
Parmesan ostur
Salt og pipar
Olía
Aðferð:
Setjið smjörið og laukana í pott og hitið við vægan hita þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Saxið rósmarínið fínt niður og bætið út í smjörið. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu.
Grillið á miðlungs heitu grillinu og snúið reglulega þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Kryddið smjörið til með salti og pipar og líka sjálfar kartöflurnar.
Setjið kartöflurnar á disk og ausið smjörinu yfir og raspið svo parmesanostinn yfir í lokin.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






