Uppskriftir
Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín
Fyrir 4
150 g smjör
½ stk blaðlaukur
2 rif hvítlaukur
1 grein rósmarín
12 stk möndlukartöflur eða einhverjar aðrar litlar kartöflur
Parmesan ostur
Salt og pipar
Olía
Aðferð:
Setjið smjörið og laukana í pott og hitið við vægan hita þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Saxið rósmarínið fínt niður og bætið út í smjörið. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu.
Grillið á miðlungs heitu grillinu og snúið reglulega þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Kryddið smjörið til með salti og pipar og líka sjálfar kartöflurnar.
Setjið kartöflurnar á disk og ausið smjörinu yfir og raspið svo parmesanostinn yfir í lokin.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði