Uppskriftir
Grillað kjúklingasalat með jarðarberjum, lárperu og hunangs- basilíkudressingu
Svona matur er holdgerving sumarsins fyrir mér. Grillað, létt, ferskt og afskaplega bragðgott!
Hunangs- basilíkudressinging og jarðarberin eru svakalega góð saman og passa afskaplega vel með grilluðu bringunum. Smakkið dressinguna bara til með hunangi og límónusafa þar til hún nær góðu jafnvægi af sætu og súru.
Fyrir 2:
Kjúklingabringur, 2 stk
Eðal kjúklingakrydd, 1 msk
Jarðarber, 250 g
Lárpera, 1 stk
Pekanhnetur, 50 g
Graskersfræ, 25 g
Rauðlaukur, 1 stk
Fetaostur hreinn, 50 g
Blandað salat, 130 g / td Spínat, blaðsalat og klettasalat
Límóna, 1 stk
Hunang, 2 msk
Ólífuolía, 4 msk
Basilíka fersk, 8 g
- Setjið kjúklingabringur í skál með smá olíu og kryddblöndu. Blandið saman og látið marinerast í amk 30 mín.
- Rífið börkinn af einni límónu (varist að taka hvíta undirlagið með) og kreistið úr henni safann. Pískið hunangi og ólífuolíu saman við. Saxið basilíku mjög smátt og hrærið saman við dressinguna. Smakkið dressinguna til með hunangi, olíu, límónusafa og pínulitlu salti.
- Grillið kjúklingabringurnar í 12-15 mín eða þar til þær eru hvítar í gegn og fulleldaðar. Snúið nokkrum sinnum yfir eldunartímann. Sneiðið bringurnar rétt áður en maturinn er borinn fram.
- Sneiðið jarðarber, skerið lárperu í bita, sneiðið rauðlauk, skolið og rífið salat niður og myljið fetaost.
- Setjið jarðarber, lárperu, rauðlauk, graskersfræ og pekanhnetur í stóra skál og veltið upp úr rúmlega helmingnum af dressingunni. Skiptið á milli skála, toppið með grilluðum kjúklingabringum, meiri fetaosti, hnetum og dressing.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






