Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gordon Ramsay á Íslandi

Kjaftfori kokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er staddur hér á landi.
F.v. Guðjón Albertsson, Gordon Ramsay og Jakob Magnússon.
Jakob Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins og Guðjón Albertsson elduðu fyrir stjörnukokkinn Gordon Ramsay árið 2012, en Gordon var þá við veiðar í sjóbirtingsánni Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur.
Sjónvarpskokkurinn og jafnlundarmaðurinn Gordon Ramsay er staddur hér á landi. Á visir.is segir að í gærkvöldi sást til hans spóka sig um á Apótekinu og framan af kvöldinu í kvöld hélt hann sig á 1919.
Ramsay á fjölda veitingastaða um allan heim og eru þeir þess heiðurs aðnjótandi að vera með fjórtán Michelin-stjörnur í heildina.
Hann hefur einnig getið sér gott orð í sjónvarpi til að mynda með þættina Hell‘s Kitchen, Kitchen Nightmares og verið gestur í fjölda annarra þátta.
Ekki er vitað hve lengi Ramsay ætlar að dvelja hér eða hvað hann er að gera, að því er fram kemur á visir.is.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila