Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Gordon Ramsay á Íslandi

Birting:

þann

F.v. Guðjón Albertsson, Gordon Ramsay og Jakob Magnússon

Kjaftfori kokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er staddur hér á landi.
F.v. Guðjón Albertsson, Gordon Ramsay og Jakob Magnússon.
Jakob Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins og Guðjón Albertsson elduðu fyrir stjörnukokkinn Gordon Ramsay árið 2012, en Gordon var þá við veiðar í sjóbirtingsánni Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur. 
 

Sjónvarpskokkurinn og jafnlundarmaðurinn Gordon Ramsay er staddur hér á landi.  Á visir.is segir að í gærkvöldi sást til hans spóka sig um á Apótekinu og framan af kvöldinu í kvöld hélt hann sig á 1919.

Ramsay á fjölda veitingastaða um allan heim og eru þeir þess heiðurs aðnjótandi að vera með fjórtán Michelin-stjörnur í heildina.

Hann hefur einnig getið sér gott orð í sjónvarpi til að mynda með þættina Hell‘s Kitchen, Kitchen Nightmares og verið gestur í fjölda annarra þátta.

Ekki er vitað hve lengi Ramsay ætlar að dvelja hér eða hvað hann er að gera, að því er fram kemur á visir.is.

 

Mynd: aðsend

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið