Frétt
Góðgerðarpizza Dominos og Hrefnu Sætran komin í sölu
Sala á Góðgerðarpizzunni 2020 í samstarfi við meistarakokkinn Hrefnu Sætran hefst í dag hjá Domino´s, en samstarfið hófst 2013 svo þetta er í áttunda skipti sem boðið er upp á Góðgerðarpizzuna hjá Domino‘s.
Á pizzunni er klassíska pepperoni, paprika, salatostur, rauðlaukur, léttþurrkaðir tómatar og gómsætt basilpestó.
Hægt er að aðlaga pizzuna að sínum þörfum á vefnum dominos.is. Nú fylgir einnig 2l Coke með öllum Góðgerðarpizzum.
Öll sala rennur beint til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða fyrir 18 ára og eldri ásamt því að veita aðstandendum stuðning. Símaþjónusta Píeta hófst 1. júlí 2020, en þá var opnað fyrir símaþjónustu allan sólarhringinn í tilraunaskyni. Fljótt varð ljóst að þörfin fyrir þjónustuna var gríðarlega mikil en sérþjálfað starfsfólk frá Píeta samtökunum skiptist á símavöktum. Einstaklingar sem glíma við sjálfsskaðandi hegðun eða eru í sjálfsvígshættu geta þurft á stuðningi að halda hvenær sem er sólarhringsins og er því gríðarlega mikilvægt að hægt sé að halda þjónustunni opinni áfram.
Þið getið haft áhrif og keypt Góðgerðarpizzuna hér.
Mynd: dominos.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn