Frétt
Góðgerðarpizza Dominos og Hrefnu Sætran komin í sölu
Sala á Góðgerðarpizzunni 2020 í samstarfi við meistarakokkinn Hrefnu Sætran hefst í dag hjá Domino´s, en samstarfið hófst 2013 svo þetta er í áttunda skipti sem boðið er upp á Góðgerðarpizzuna hjá Domino‘s.
Á pizzunni er klassíska pepperoni, paprika, salatostur, rauðlaukur, léttþurrkaðir tómatar og gómsætt basilpestó.
Hægt er að aðlaga pizzuna að sínum þörfum á vefnum dominos.is. Nú fylgir einnig 2l Coke með öllum Góðgerðarpizzum.
Öll sala rennur beint til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða fyrir 18 ára og eldri ásamt því að veita aðstandendum stuðning. Símaþjónusta Píeta hófst 1. júlí 2020, en þá var opnað fyrir símaþjónustu allan sólarhringinn í tilraunaskyni. Fljótt varð ljóst að þörfin fyrir þjónustuna var gríðarlega mikil en sérþjálfað starfsfólk frá Píeta samtökunum skiptist á símavöktum. Einstaklingar sem glíma við sjálfsskaðandi hegðun eða eru í sjálfsvígshættu geta þurft á stuðningi að halda hvenær sem er sólarhringsins og er því gríðarlega mikilvægt að hægt sé að halda þjónustunni opinni áfram.
Þið getið haft áhrif og keypt Góðgerðarpizzuna hér.
Mynd: dominos.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla