Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Glútenlausir réttir og góð stemning á RIFF frá Mijita

Birting:

þann

Mijita - Maria Jimenez Pacifico

Maria Jimenez Pacifico, eigandi og stofnandi Mijita, tekur á móti gestum með bros á vör.

Matarvagn Mijita mun bjóða upp á kólumbískan mat fyrir utan Háskólabíó í samstarfi við Reykjavik International Film Festival (RIFF) en Mijita verður jafnframt eini matarvagninn á kvikmyndahátíðinni í ár sem fram fer dagana 25. september til 5. október.

Opnunartímar verða breytilegir í samræmi við sýningar RIFF en eigendur segja að vagninn verði að öllum líkindum opinn frá 15:00 – 21:00 á virkum dögum og frá 11:30 til 21:00 um helgar.

Mijita hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en vörumerkið er í eigu Mariu Jimenez Pacifico og Raffaele Manna. Maria kom til Íslands frá Kólumbíu þegar hún var tólf ára og Raffaele er hálfur Ítali og hálfur Íslendingur en þau eiga nú von á sínu fyrsta barni í janúar á næsta ári.

Þau hafa nú þegar unnið fjölda verðlauna á borð við Queen of Street Food og Best of Reykjavik Bites-verðlaunin sem veitt eru af Grapevine. Mijita býður einnig upp á tilbúna rétti í Melabúðinni og verslunum Hagkaups sem eru vinsælir bæði vegna bragðsins og glútenlausrar eldamennsku.

Mynd: facebook / Mijita ehf

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið