Viðtöl, örfréttir & frumraun
Glútenlausir réttir og góð stemning á RIFF frá Mijita
Matarvagn Mijita mun bjóða upp á kólumbískan mat fyrir utan Háskólabíó í samstarfi við Reykjavik International Film Festival (RIFF) en Mijita verður jafnframt eini matarvagninn á kvikmyndahátíðinni í ár sem fram fer dagana 25. september til 5. október.
Opnunartímar verða breytilegir í samræmi við sýningar RIFF en eigendur segja að vagninn verði að öllum líkindum opinn frá 15:00 – 21:00 á virkum dögum og frá 11:30 til 21:00 um helgar.
Mijita hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en vörumerkið er í eigu Mariu Jimenez Pacifico og Raffaele Manna. Maria kom til Íslands frá Kólumbíu þegar hún var tólf ára og Raffaele er hálfur Ítali og hálfur Íslendingur en þau eiga nú von á sínu fyrsta barni í janúar á næsta ári.
Þau hafa nú þegar unnið fjölda verðlauna á borð við Queen of Street Food og Best of Reykjavik Bites-verðlaunin sem veitt eru af Grapevine. Mijita býður einnig upp á tilbúna rétti í Melabúðinni og verslunum Hagkaups sem eru vinsælir bæði vegna bragðsins og glútenlausrar eldamennsku.
Mynd: facebook / Mijita ehf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






