Viðtöl, örfréttir & frumraun
Glæsilegur aðalfundur KM á Hótel Geysi – Nýtt framkvæmdaráð mun sjá um daglegan rekstur klúbbsins
Miklar breytingar voru samþykktar, á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin á Hótel Geysi, á lögum félagsins og eru spennandi tímar framundan.
Formenn allra deilda og nefnda sitja framvegis í aðalstjórn og munu auk þess að stýra sínum deildum og nefndum og taka allar meiriháttar ákvarðanir á reglulegum stjórnarfundum.
Svo kallað framkvæmdaráð var einnig kosið, en í því ráði situr forseti, varaforseti og gjaldkeri klúbbsins, en þeir sitja jafnframt í aðalstjórn KM. Í framkvæmdaráð voru kjörnir Þórir Erlingsson forseti, Andreas Jacobsen gjaldkeri og Jóhann Sveinsson varaforseti.
Þetta framkvæmdaráð mun sjá um „daglegan“ rekstur klúbbsins sem er orðið ansi viðamikil, s.s. kokkalandsliðið, kokkur ársins, hátíðarkvöldverður, norðurlandasamstarf, alheimssamstarf, samskipti við bakhjarla og styrktaraðila og svo mætti lengi telja.
Rekstur klúbbsins er orðin það stór og viðamikil að erfitt er orðið að treysta eingöngu á þá fjölmörgu sjálfboðaliða sem í gegnum árin hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf til að koma klúbbinn á þann stað sem hann er í dag. Á næstu mánuðum mun framkvæmdaráðið fara á fullt í að tryggja nægilegt fjármagn fyrir starfsemi á öllum verkefnum klúbbsins sem eru í gangi auk þess að ýta úr vör fjölmörg nýjum verkefnum sem setið hafa á hakanum sökum manneklu.
Að sögn Þóris Erlingssonar forseta KM:
„Það hefur verið á dagskrá hjá stjórn KM, allavega síðastliðin áratug, að færa starfsemi klúbbsins nær því sem við þekkjum á hinum norðurlöndunum. Til þess þurfum við, auk okkar frábæru sjálfboðaliða, fólk á skrifstofu sem getur einbeit sér að starfi klúbbsins og Kokklandsliðsins.“
Aðalstjórn og framkvæmdaráð Klúbbs matreiðslumeistara er sem hér segir:
Þórir Erlingsson, forseti
Jóhann Sveinson, vara forseti
Andreas Jacobsen, gjaldkeri
Júlía Skarphéðinsdóttir, formaður KM norðurland
Bjartmar Pálmason, formaður KM suðurland
Árni Þór Arnórsson, formaður KM Reykjavík
Kristján Magnússon, formaður Viðburðarnefndar
Bjarki I Hilmarsson, formaður Keppnis og dómgæslunefndar
Jón Ingi Ólafsson, formaður Nýliðunarnefndar
Jón Guðni Þórarinsson, formaður nefndar um Hátíðarkvöldverð
Myndir: aðsendar / Þórir Erlingsson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði