Markaðurinn
Glæsileg gjafaaskja með Goðdalaostum – Sala er hafin
Úr hjarta Skagafjarðar koma bragðmiklu gæðaostarnir Goðdalir og óhætt að segja að þessir hörðu og margslungnu sælkeraostar hafi slegið í gegn frá því þeir komu fyrst á markað fyrir fjórum árum síðan.
Ostarnir eru ólíkir öðrum íslenskum ostum að því leyti að þeir eru búnir til í svokölluðum ostahjólum og síðan vaxbornir áður en þeir eru látnir þroskast í mislangan tíma. Hvert ostahjól vegur um 15 kg sem síðan er handskorið og pakkað af natni þegar hver ostur hefur náð fullum þroska.
Í fyrsta sinn bjóðum við nú upp á glæsilega gjafaöskju með þremur Goðdalaostum; þeim Feyki, Gretti og Reyki en þeir eru skemmtilega ólíkir og einstaklega bragðgóðir.
Í Feyki mætast kristallamyndun og sætukeimur á einstakan hátt, á meðan Grettir er mildur og flauelsmjúkur. Reykir er sker sig svo úr með spennandi reykjarilm og kröftugu eftirbragði.
Goðdalaþrennan er stórglæsileg tækifærisgjöf og hentar fullkomlega þegar gleðja á góða vini, sælkera og alvöru ostaunnendur.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum