Vertu memm

Markaðurinn

Glæsileg gjafaaskja með Goðdalaostum – Sala er hafin

Birting:

þann

Glæsileg gjafaaskja með Goðdalaostum

Úr hjarta Skagafjarðar koma bragðmiklu gæðaostarnir Goðdalir og óhætt að segja að þessir hörðu og margslungnu sælkeraostar hafi slegið í gegn frá því þeir komu fyrst á markað fyrir fjórum árum síðan.

Ostarnir eru ólíkir öðrum íslenskum ostum að því leyti að þeir eru búnir til í svokölluðum ostahjólum og síðan vaxbornir áður en þeir eru látnir þroskast í mislangan tíma. Hvert ostahjól vegur um 15 kg sem síðan er handskorið og pakkað af natni þegar hver ostur hefur náð fullum þroska.

Í fyrsta sinn bjóðum við nú upp á glæsilega gjafaöskju með þremur Goðdalaostum; þeim Feyki, Gretti og Reyki en þeir eru skemmtilega ólíkir og einstaklega bragðgóðir.

Glæsileg gjafaaskja með Goðdalaostum

Í Feyki mætast kristallamyndun og sætukeimur á einstakan hátt, á meðan Grettir er mildur og flauelsmjúkur. Reykir er sker sig svo úr með spennandi reykjarilm og kröftugu eftirbragði.

Goðdalaþrennan er stórglæsileg tækifærisgjöf og hentar fullkomlega þegar gleðja á góða vini, sælkera og alvöru ostaunnendur.

www.ms.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið