Markaðurinn
Glæsileg gjafaaskja með Goðdalaostum – Sala er hafin
Úr hjarta Skagafjarðar koma bragðmiklu gæðaostarnir Goðdalir og óhætt að segja að þessir hörðu og margslungnu sælkeraostar hafi slegið í gegn frá því þeir komu fyrst á markað fyrir fjórum árum síðan.
Ostarnir eru ólíkir öðrum íslenskum ostum að því leyti að þeir eru búnir til í svokölluðum ostahjólum og síðan vaxbornir áður en þeir eru látnir þroskast í mislangan tíma. Hvert ostahjól vegur um 15 kg sem síðan er handskorið og pakkað af natni þegar hver ostur hefur náð fullum þroska.
Í fyrsta sinn bjóðum við nú upp á glæsilega gjafaöskju með þremur Goðdalaostum; þeim Feyki, Gretti og Reyki en þeir eru skemmtilega ólíkir og einstaklega bragðgóðir.
Í Feyki mætast kristallamyndun og sætukeimur á einstakan hátt, á meðan Grettir er mildur og flauelsmjúkur. Reykir er sker sig svo úr með spennandi reykjarilm og kröftugu eftirbragði.
Goðdalaþrennan er stórglæsileg tækifærisgjöf og hentar fullkomlega þegar gleðja á góða vini, sælkera og alvöru ostaunnendur.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda







