Markaðurinn
Glæsileg gjafaaskja með Goðdalaostum – Sala er hafin
Úr hjarta Skagafjarðar koma bragðmiklu gæðaostarnir Goðdalir og óhætt að segja að þessir hörðu og margslungnu sælkeraostar hafi slegið í gegn frá því þeir komu fyrst á markað fyrir fjórum árum síðan.
Ostarnir eru ólíkir öðrum íslenskum ostum að því leyti að þeir eru búnir til í svokölluðum ostahjólum og síðan vaxbornir áður en þeir eru látnir þroskast í mislangan tíma. Hvert ostahjól vegur um 15 kg sem síðan er handskorið og pakkað af natni þegar hver ostur hefur náð fullum þroska.
Í fyrsta sinn bjóðum við nú upp á glæsilega gjafaöskju með þremur Goðdalaostum; þeim Feyki, Gretti og Reyki en þeir eru skemmtilega ólíkir og einstaklega bragðgóðir.
Í Feyki mætast kristallamyndun og sætukeimur á einstakan hátt, á meðan Grettir er mildur og flauelsmjúkur. Reykir er sker sig svo úr með spennandi reykjarilm og kröftugu eftirbragði.
Goðdalaþrennan er stórglæsileg tækifærisgjöf og hentar fullkomlega þegar gleðja á góða vini, sælkera og alvöru ostaunnendur.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka