Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Girnilegur matseðill Fiskidagsins Mikla 2023 og er afar áhugaverður

Birting:

þann

Fiskidagurinn mikli 2016

Frá Fiskidageginum mikla 2016
Aðsend mynd: Bjarni Eiríksson

Matseðill Fiskidagsins 2023 er áhugaverður að vanda, Friðrik V. er yfirkokkur hátíðarinnar lagði línurnar að góðum matseðli ásamt sínu fólki.

Þar má að sjálfsögðu finna gamla og góða rétti, t.a.m. síld og rúgbrauð, filsurnar sem eru fiskipylsur í brauði, harðfisk og íslenskt smjör, fersku rækjurnar og fiskborgarana þar sem að öflug grillsveit grillar en þar sameinast árgangur ´65 og ´66 sem hefur staðið grillvaktina í mörg ár.

Fiskidagurinn mikli 2015

Frá Fiskideginum mikla árið 2015.
Yfirkokkur Fiskidagsins Mikla í ár er Friðrik V. ( fremstur hér í kokkagallanum )

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi 11. – 13. ágúst 2023.

Matseðill Fiskidagsins mikla 2023

Allt brauð er í boði Gæðabaksturs.

Allir drykkir eru í boði Egils appelsín.

Allt meðlæti: Olíur, marinering, krydd, sósur, (HEINZ), salat, og grænmeti er í boði INNNES

Allur fiskur íboði Samherja nema að annað sé tekið fram.
Allur flutningur í boði Samskipa.
Gas á grillin í boði Olís.

Á grillstöðvum Fjörfisks, Marúlfs, Reynis og Hrings.

Fersk bleikja í tælenskri sesam- og engifer marineringu.
Ferskur þorskur með kúrekabaunum.
Brauðbollur og drykkir.

Langgrillið – 8 metra langt gasgrill, ´65 og ´66 árgangar, vinir, fjölskyldur og velunnarar.
Fiskborgarar í brauði með Heinz majónes og tómatsósu. Nú eru borgararnir minni en áður.

Rækjusalatsstöð – barna og unglingaráð knattspyrnunnar.
Rækjur, salat, og grænmeti í Sticky Korean BBQ sósu –  Dögun.

Loki Fish.
Soft taco „viskur“, Heinz vegan majo og chillisósa, kál og sýrður rauðlaukur.

Friðrik V.
1000 bragða sjávarfangssúpa.
Byggotto með steiktri bleikju.

Rækjustöð – Linda og Magga. Einu rækjudrottningar Íslandssögunnar.
Nýveiddar rækjur í skelinni og sojasósa.

Sushistöð. Majó – Food and Culture og vinir.
Sushi eins og það gerist best.

Grímsstöð. Grímur kokkur ásamt fjölskyldu og vinum.
Taco með fiskistöngum, salsa, avókadó, tómötum og hvítlaukssósu.
Risottó bollur með sveppa hvítlauks og chilli fyllingu.

Auglýsingapláss

Moorthy og fjölskylda í Indian Curry House á Akureyri.
Bleikja tandoori, chapati- brauð og rahita.

Golfklúbburinn Hamar – Hrísiðn.
Hríseyjar- hvannargrafin bleikja.
Reykt bleikja – Hnýfill.
Ristað brauð – sinneps- og hunangssósa.

Fish and chips stöð. Reykjavík Fish.
Fish and chips. Heinz majónes og tómatsósa, sinnep og malt vínedik.

Filsustöð  – Skíðafélag Dalvíkur grillar Filsur.
Kjarnafæði og Friðrik V.
Filsur í brauði með sérvöldum Heinz sósum.

Sasimistöð – sasimistjórar Addi Jelló og Ingvar Páll.
Bleikja og langreyður frá Hval hf.
Wasabi og sojasósa.

Harðfisksstöð – Salka Fiskmiðlun í litríkum búningum.
Íslenskur harðfiskur og íslenskt smjör.

Síldar- og rúgbrauðstöð.
Síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri.
Bestu rúgbrauðsbakarar landsins.

Kaffistöð: Kaffibrennslan á Akureyri.
Rúbín kaffi – besta kaffið.

Íspinnastöð: Samhentir, vinir Fiskidagsins mikla númer 1 gefa íspinna.
Samhentir hafa verið með okkur frá upphafi.

Mynd: aðsend / Fiskidagurinn Mikli

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið