Nemendur & nemakeppni
Gerði Halloween útfærslu á lambahrygg fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla – Kristján Hallur: „….þau spurðu mikið og voru forvitin“

Kristján Hallur Leifsson kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla.
Mynd: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og grunnskólakennari Hólabrekkuskóla.
Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari, landsliðsmaður og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla með miklum glæsibrag í gær.
„Tók smá Halloween útfærslu á lambahrygginn og þau spurðu mikið og voru forvitin.“
Sagði Kristján Hallur í samtali við veitingageirinn.is.
Á meðan Hallur kynnti kjötiðnað var Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sýnt á skjávarpa í kennslustofunni, eins og lesendum veitingageirans ætti að vera kunnugt um, sem fram fór í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center 3. september í fyrra. Íslenska landsliðið hreppti 10. sætið á heimsmeistaramótinu.
Því miður voru engar myndir teknar af sjálfum lambahryggnum sem gerður var fyrir nemendur í gær. Kristján Hallur gerði Halloween útfærsluna á lambahryggnum árið 2020, en Hallur starfaði þá í Kjötkompaníinu, í samstarfi við Alfreð Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn og eru eftirfarandi myndir frá þeim viðburði:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025











