Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Gerði Halloween útfærslu á lambahrygg fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla – Kristján Hallur: „….þau spurðu mikið og voru forvitin“

Birting:

þann

Kristján Hallur Leifsson kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla.

Kristján Hallur Leifsson kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla.
Mynd: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og grunnskólakennari Hólabrekkuskóla.

Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari, landsliðsmaður og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla með miklum glæsibrag í gær.

„Tók smá Halloween útfærslu á lambahrygginn og þau spurðu mikið og voru forvitin.“

Sagði Kristján Hallur í samtali við veitingageirinn.is.

Á meðan Hallur kynnti kjötiðnað var Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sýnt á skjávarpa í kennslustofunni, eins og lesendum veitingageirans ætti að vera kunnugt um, sem fram fór í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center 3. september í fyrra. Íslenska landsliðið hreppti 10. sætið á heimsmeistaramótinu.

Því miður voru engar myndir teknar af sjálfum lambahryggnum sem gerður var fyrir nemendur í gær.  Kristján Hallur gerði Halloween útfærsluna á lambahryggnum árið 2020, en Hallur starfaði þá í Kjötkompaníinu, í samstarfi við Alfreð Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn og eru eftirfarandi myndir frá þeim viðburði:

Halloween útfærsla á lambahrygg

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið