Nemendur & nemakeppni
Gerði Halloween útfærslu á lambahrygg fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla – Kristján Hallur: „….þau spurðu mikið og voru forvitin“

Kristján Hallur Leifsson kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla.
Mynd: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og grunnskólakennari Hólabrekkuskóla.
Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari, landsliðsmaður og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla með miklum glæsibrag í gær.
„Tók smá Halloween útfærslu á lambahrygginn og þau spurðu mikið og voru forvitin.“
Sagði Kristján Hallur í samtali við veitingageirinn.is.
Á meðan Hallur kynnti kjötiðnað var Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sýnt á skjávarpa í kennslustofunni, eins og lesendum veitingageirans ætti að vera kunnugt um, sem fram fór í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center 3. september í fyrra. Íslenska landsliðið hreppti 10. sætið á heimsmeistaramótinu.
Því miður voru engar myndir teknar af sjálfum lambahryggnum sem gerður var fyrir nemendur í gær. Kristján Hallur gerði Halloween útfærsluna á lambahryggnum árið 2020, en Hallur starfaði þá í Kjötkompaníinu, í samstarfi við Alfreð Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn og eru eftirfarandi myndir frá þeim viðburði:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?