Nemendur & nemakeppni
Gerði Halloween útfærslu á lambahrygg fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla – Kristján Hallur: „….þau spurðu mikið og voru forvitin“

Kristján Hallur Leifsson kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla.
Mynd: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og grunnskólakennari Hólabrekkuskóla.
Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari, landsliðsmaður og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla með miklum glæsibrag í gær.
„Tók smá Halloween útfærslu á lambahrygginn og þau spurðu mikið og voru forvitin.“
Sagði Kristján Hallur í samtali við veitingageirinn.is.
Á meðan Hallur kynnti kjötiðnað var Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sýnt á skjávarpa í kennslustofunni, eins og lesendum veitingageirans ætti að vera kunnugt um, sem fram fór í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center 3. september í fyrra. Íslenska landsliðið hreppti 10. sætið á heimsmeistaramótinu.
Því miður voru engar myndir teknar af sjálfum lambahryggnum sem gerður var fyrir nemendur í gær. Kristján Hallur gerði Halloween útfærsluna á lambahryggnum árið 2020, en Hallur starfaði þá í Kjötkompaníinu, í samstarfi við Alfreð Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn og eru eftirfarandi myndir frá þeim viðburði:

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan