Keppni
Fyrri keppnisdagur gekk vel í Norrænu nemakeppninni – Myndir
- Súpan
- Aðalréttur
Íslensku keppendurnir og fylgdarmenn ferðuðust til Helsinki á sumardaginn fyrsta og gekk ferðin mjög vel.
Það var ekki sumar sem tók á móti liðinu heldur falleg hvít jörð, en snjóinn hafði tekið að mestu þegar inn í höfuðborgina var komið, en sólin skín skært í dag.
Fyrsti keppnisdagur hófst með stuttum opnunar viðburði þar sem skipuleggjendur og yfirdómarar fóru yfir það helsta fyrir keppendur að vita og svo bauð skólastjóri Perho College, þar sem keppnin er haldin, alla velkomna.
Fyrsta verkefni dagsins var svo klukkutíma langt skrifleg próf sem allir keppendur þreyttu á sama tíma og allir á sínu tungumáli. Svo skildu leiðir og framreiðslunemarnir byrjuðu á því að para vín við fyrir fram ákveðin matseðil, síðan tók við að setja upp og skreyta veisluborð fyrir 6 manns. Því næst fóru þeir á bak við barinn og hristu valda kokteila og að lokum enduðu þeir á vínsmakki.
Kokkarnir byrjuðu svo á að stilla sér upp í eldhúsinu og var svo hverju liði hleypt inn í eldhús á 10 mínútna fresti og var íslenska liðið númer fimm í röðinni.
Verkefnið var fyrir fram ákveðinn 3ja rétta matseðill þar sem átti að elda og útfæra á nútímalegan hátt klassíska velouté súpu gerða úr aspas, því næst var það 2 tegundir af lystauka (amuse bouche) annan úr ferskri hörpuskel og hinn úr Brie ost.
Að lokum áttu keppendur að gera sína eigin útfærsla af klassískum finnskum pottrétt sem kallast ”Karelian stew”.
„Dagurinn gekk virkilega vel og voru íslensku keppendurnir sáttir við sína vinnu.“
Sagði Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla og veitingagreina Iðunnar í samtali við veitingageirinn.is.
Seinni dagurinn hófst svo snemma í morgun og verkefnið er leyni karfa (mistery basket) þar sem keppendur fá að vita aðalhráefnið rétt áður en keppnin hefst og þar vinna bæði liðin saman að gera matseðilinn sem svo matreiðslunemarnir elda og framreiðslunemarnir para vín við. Keppnin lýkur með hátíðarkvöldverði og verðlaunaafhendingu í kvöld.
Keppendur í framreiðslu eru Elvar Halldór Hróar Sigurðsson nemi á veitingastaðnum OTO og Daníel Árni Sverrisson nemi á veitingastaðnum Monkeys og keppendur í matreiðslu eru Andrés Björgvinsson og Óðinn Birgisson báðir nemar á Grand Hótel Reykjavík
Þjálfari framreiðslunemana er Axel Árni Herbertsson og þjálfari matreiðslunema er Gabríel Kristinn Bjarnason.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús










