Markaðurinn
Fylltar kjúklingabringur með chili rjómaosti, beikoni og sveppum
Borið fram með tagliatelle og rjómalagaðri chili-sveppasósu
Fyrir 4-6.
Þessi réttur hentar ótrúlega vel þegar tíminn er naumur en þig langar til þess að bera fram eitthvað sérstaklega gott.
Innihald:
4 kjúklingabringur 750-800g.
160g beikon
60g sólþurrkaðir tómatar
100g sveppir
100g rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS Gott í matinn
75g Pizzaostur frá MS
1 msk. fersk steinselja
Salt og svartur pipar
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. paprikukrydd
Aðferð:
- Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu.
- Skerið sveppina á meðan frekar smátt. Þerrið sólþurrkuðu tómatana og skerið smátt. Setjið til hliðar.
- Takið beikonið af pönnunni og setjið á eldhúspappír. Látið kólna.
- Setjið sveppina á pönnuna og léttsteikið þá, setjið þá svo yfir beikonið og kælið.
- Setjið rjómaostinn, beikonið, sveppina og sólþurrkuðu tómatana í skál. Hrærið saman með skeið. Saxið steinseljuna og blandið henni saman við ásamt pizzaostinum.
- Skerið vasa í bringurnar en gætið þess að fara ekki í gegn. Fyllið bringurnar með fyllingunni.
- Kryddið bringurnar að utan með hvítlauksdufti, papriku og salti og pipar.
- Hitið airfryer í 175°C í 2-3 mín (eða ofninn í 185°C). Setjið bökunarpappír í botninn eða úðið aðeins yfir hann með olíuspreyi.
- Bakið bringurnar í 13 mín. Takið þá skúffuna út og stráið smávegis af rifnum osti yfir og bakið áfram í 2 mín. Ef þið bakið bringurnar í ofni lengið þá tímann í 25 mín. Bringurnar eru tilbúnar þegar kjarnhitinn er kominn yfir 74°C.
- Á meðan bringurnar bakast er fullkomið að græja sósuna og sjóða pastað.
- Þegar allt er tilbúið setjið þá tagliatelle á hvern disk, hellið sósu yfir pastað og skerið bringurnar í sneiðar og setjið ofan á pastað.
Rjómalöguð chili-sveppasósa
1 msk. smjör
2 skallottlaukar eða 1/3 venjulegur laukur
70g sveppir
2 dl vatn
1 kjúklingateningur
100g rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
250ml rjómi frá MS
Salt og svartur pipar eftir smekk
¼ tsk. chiliduft
½ tsk. paprikuduft
1 msk. fersk steinselja
1 msk. maizena mjöl blandað saman í 1 msk vatn.
300 g tagliatelle pasta
Aðferð:
- Saxið laukinn smátt og skerið sveppina í sneiðar. Ef þeir eru stórir má saxa þá aðeins.
- Setjið smjörið í pott og bræðið, setjið lauk og sveppi út í og steikið þar til laukurinn er farinn að gyllast.
- Bætið vatni og kjúklingateningi saman við.
- Þegar teningurinn er uppleystur bætið þá rjómaostinum saman við. Látið malla í 2 mín. Bætið þá rjómanum saman við.
- Kryddið sósuna og smakkið til með salti og pipar. Ef ykkur finnst sósan vera of þunn er gott að hræra saman maízenamjöli og vatni saman og bæta því út í sósuna. Við það þykkist hún án þess að verða of þykk.
- Setjið fersku steinseljuna saman við alveg í lokin.
- Hitið vatn í rúmum potti. Þegar suðan er komin upp saltið það þá ríflega og bætið pastanu út í vatnið. Sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum