Uppskriftir
Fróðleikur um Sorbet
Sorbet er klakaís sem er mýkri en venjulegur rjómaís, þar sem hann inniheldur enga fitu né eggjarauður.
Megin innihald í sorbet er ávaxtasafi, ávaxtapurée, vín, brennt vín, eða líkjör, krydd (tea, minta); sykur sýróp með tilþurfandi glúkósa.
Blönduna á ekki að hræra meðan hún er að frosna. Þegar hún hefur sest er hægt að setja ítalskan marens út í til að lyfta henni upp.
Sagan segir að sorbet sé fyrsti ís-eftirrétturinn, rjómaís kom ekki fram fyrr en á 18. öld.
Kínverjar kynntu hann fyrir Persum, sem kynntu hann fyrir Aröbum, sem kynntu hann fyrir ítölum.
Orðið sorbet er komið af tyrkneska orðinu chorbet og því arabíska charab sem þýðir drykkur. Sorbet var upprunalega gerður úr ávaxtasafa, hunangi, kryddjurtum og snjó.
Í dag er sorbet borið fram sem eftirréttur eða frískandi milliréttur, í stórum fínum matarboðum í frakklandi í stað trou normand venjulega borið fram í háu glasi eða sundea skál, með víni eða líkjör sem passar við eða ávöxtum.
Höfundur: Jón Héðinn Kristinsson, matreiðslunemi frá Café Opera.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar