Uppskriftir
Fróðleikur um Sorbet
Sorbet er klakaís sem er mýkri en venjulegur rjómaís, þar sem hann inniheldur enga fitu né eggjarauður.
Megin innihald í sorbet er ávaxtasafi, ávaxtapurée, vín, brennt vín, eða líkjör, krydd (tea, minta); sykur sýróp með tilþurfandi glúkósa.
Blönduna á ekki að hræra meðan hún er að frosna. Þegar hún hefur sest er hægt að setja ítalskan marens út í til að lyfta henni upp.
Sagan segir að sorbet sé fyrsti ís-eftirrétturinn, rjómaís kom ekki fram fyrr en á 18. öld.
Kínverjar kynntu hann fyrir Persum, sem kynntu hann fyrir Aröbum, sem kynntu hann fyrir ítölum.
Orðið sorbet er komið af tyrkneska orðinu chorbet og því arabíska charab sem þýðir drykkur. Sorbet var upprunalega gerður úr ávaxtasafa, hunangi, kryddjurtum og snjó.
Í dag er sorbet borið fram sem eftirréttur eða frískandi milliréttur, í stórum fínum matarboðum í frakklandi í stað trou normand venjulega borið fram í háu glasi eða sundea skál, með víni eða líkjör sem passar við eða ávöxtum.
Höfundur: Jón Héðinn Kristinsson, matreiðslunemi frá Café Opera.
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina