Uppskriftir
Fróðleikur um Linsur
Linsur eru litlar belgávaxtalaga plöntur, sem vaxa árlega, með litlum kúlulaga fræjum sem eru í pörum í flötum fræbelgjum.
Þau geta verið gul, bleik, brún, rauð gráar eða grænar og eru alltaf borðuð með hýði og eldaðar.
Linsur hafa verið ræktaðar síðan til forna. Upprunar frá mið-Asíu og mynda stöðuga mataræði fátakamannsins í margar aldir. Forn-Rómverjar fluttu inn heilu skipsfarmana fá Egyptalandi.
Rauðar linsubaunir eða klofnar rauðar linsubaunir eru algengar. Þær eru fljótar að eldast og fá á sig duftkennda áferð og eru vinsælar í súpur og rétti sem gerðir eru úr linsubaunapuré.
Grænar og brúnar linsubaunir halda formi sínu eftir eldun og verða meira meyrar en maukaðar. Þær eru vinsælar með svínakjöti, bacon og krydduðum pylsum inní ofni í eldföstumóti og í salöt, eða sem meðlæti með aðalréttum.
Linsubaunir innihalda mikið af próteinum, og mikilvægar í mataræði grænmetisætunnar.
Puy linsur vaxa í eldfjallajarðveginum í Valey í frakklandi, baunirnar eru dökkgrænar með rákum og bragðast einstaklega vel.
Linsubaunir þarf ekki að leggja í bleyti fyrir eldun þar sem þær verða meyrar eftir 30 mínútna suðu. Þegar þær eru eldaðar þá eru þær ýmist notaðar sem meðlæti (Maukaðar, í sósu, rjómalagaðar eða með steinselju.) sem og í súpur. Þær eru hefðbundið meðlæti fyrir pæklað svínakjöt og geta einnig verið notuð í salöt. Linsubaunir hafa milt bragð en draga í sig bragðið af því hráefni sem þær eru eldaðar með. Flest krydd, kryddjurtir og citrus ávaxta zest fara vel með linsubaunum. Citrus safi er líka skemmtileg andstæða fyrir linsubaunir.
Hér koma svo uppskriftir.
Puré úr grænum eða brúnum linsubaunum:
Setjið baunirnar í stóran pott og setjið kalt vatn svo fljóti yfir. Náið upp suðu og skúmið. Bætið við salti, pipar og kryddvendi, stórum lauk stungnum með 2 negul og smátt skorinni gulrót. Setjið lok yfir og látið malla rólega í 30 -45 mínútur (eldunartími fer eftir ferskleika baunanna) takið kryddvöndinn og laukinn uppúr.
Maukið baunirnar í puré í blandara (moulinex) meðan þær eru ennþá heitar. Sláið því saman með smjöri og hitið varlega. Ef ykkur langar er hægt að setja soð, vatn; soðna mjólk eða rjóma áður en þið sláið saman við smjörið.
Heitt Linsubaunasalat:
Sjóðið grænar eða brúnar linsubaunir í 30 – 35 mínútur. Þar til þær eru meyrar en samt heilar. Skerið þykkar bacon sneiðar í ræmur og brúnið í smá smjöri: notið um 100gr bacon fyrir 350 gr. af baunum. Búið til vinaigrette og setjið í það 1 matskeið rauðvín. Þurrkið baunirnar og setjið á heitan disk. Bætið bacon ofan á og vinaigrette. Mikið salat og berið fram heitt eða kalt. Það má bæta við fínt söxuðum lauk eða vorlauk. Og vinaigrettið má bragðbæta með krömdum hvítlauksgeira.
Svo að ég segi eitthvað að lokum þá finnst mér linsubaunir mjög spennandi hráefni, því að þær gefa svo mikla möguleika í eldun og bragðbætingu.
Höfundur: Jón Héðinn Kristinsson (Jonni) og er 2. árs nemi á Café Óperu, undir stjórn Bjarna Sigurðssonar matreiðslumeistara.
Mynd: úr safni
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi