Pistlar
Fréttir úr Hótel- og matvælaskólanum – vöntun á nemendum í framreiðslu og matreiðslu
Nokkur samdráttur varð í matvælagreinum við upphaf Covid faraldursins vegna lokunnar landsins og fækkun ferðamanna. Það leiddi af sér að nokkuð var um uppsagnir á námssamningum hjá nemendum.
Viðbrögð skólans voru þau að taka á móti fleiri nemendum sem sóttu um skólanám á haustönn 2020 og vorönn 2021 þannig að segja má að nemendum hafi ekki verið vikið frá skólanámi á þessum tíma. Það heyrir reyndar til undantekninga ef vísa þarf nemenda, sem sótt hefur um skólavist í iðnámi, frá námi í skólanum.
Eftir að höftum var aflétt og ferðamenn hófu að streyma til landsins aftur er komin upp ný staða. Mikil vöntun er á nemendum í framreiðslu og matreiðslu og hefur um langan tíma ekki verið meiri eftirspurn eftir nemendum í greinarnar. Er svo komið að margir veitingastaðir hafa sett sig í samband við áfangastjóra Hótel- og matvælaskólans og óskað eftir aðstoð við að útvega nemendur á samninga í greinunum. Þetta er nokkuð breytt staða og ástæða til að benda ungu fólki á möguleika þá sem þessi störf bjóða.
Ég las það í grein í blaði um daginn að „innviðir í iðn- og verknámi væru sprungnir“. Það er í sjálfu sér athyglisverð sýn á málin. Ég vil í því sambandi benda á að nám í matvælagreinum er iðnnám og á þetta ekki við um þær greinar og eins og fram hefur komið er vöntun á nemendum.
Að þessu sögðu þá vil ég sem áfangastjóri hótel- og matvælagreina hvetja þá sem áhuga hafa á að fara á námssamning í framreiðslu og/eða matreiðslu að hafa samband við mig á netfangið [email protected] eða í síma 5944000 og sjá hvort ég geti ekki aðstoðað við að útvega samninga í greinunum.
Baldur Sæmundsson
Áfangastjóri
Mynd: úr safni / Ljósmynd tók Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






