Vertu memm

Keppni

Fréttavaktin: Heimsmeistaramót barþjóna – Fulltrúi Íslands er Grétar Matthíasson

Birting:

þann

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson

Heimsmeistaramót barþjóna fer fram í Róm á Ítalíu og hefst mótið í dag og stendur yfir til 2. desember næstkomandi.

Það er 17 manna sendinefnd sem kemur frá Íslandi á keppnina og fulltrúi Íslands er Grétar Matthíasson en hann hreppti íslandsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári og vann sér um leið þátttökurétt í heimsmeistaramótið.

Grétar Matthíasson

17 manna sendinefnd kemur frá Íslandi á keppnina sem samanstendur af:
Grétar Matthíasson (Íslandsmeistari), Teitur R. Schiöth (Forseti BCI), Elna María Tómasdóttir (Varaforseti BCI), Ivan Svanur Corvasce (Ritari BCI), Helgi Aron Ágústsson (Stjórnarmaður BCI), Ómar Vilhelmsson, Rakel Pálsdóttir, Friðbjörn Pálsson, Árni Gunnarsson, Rósa Birgitta Ísfeld, Guðmann Einar Magnússon, Reginn Galdur Árnason, Ásthildur Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir, Sævar Helgi Örnólfsson, Andrea Rós, María Corvasce Ivansdóttir.

Sjá einnig: Grétar Matthíasson keppir í Heimsmeistaramóti barþjóna

Grétar keppir með drykkinn sinn Candied Lemonade en hann inniheldur:
– Luxardo Linochello
– Grand marnier
– Ferskan sítrónusafa
– Heimagert síróp úr Xanté

Á Heimsmeistaramóti barþjóna koma fram keppendur frá 67 löndum sem etja kappi, keppt er í sex flokkum barmennsku:
– Before dinner cocktails, Spark­ling cocktails, Long drink cocktails, Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir), After dinner cocktails (flokkurinn sem Grétar keppir í).

Þrír efstu í þessum flokkum fara áfram í undanúrslit þar sem 15 keppa í lyktar- og bragðprófum, skriflegu prófi og hraðkeppni.

Þrír efstu komast síðan í úrslit þar sem er keppt í „Mystery basket“ og besti kokteillinn í þessari lokakeppni vinnur heimsmeistaratitilinn.

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Fréttavaktin

Veitingageirinn.is verður á vaktinni og flytur helstu tíðindum af heimsmeistaramótinu og greinum frá eins og þau berast.  Sjá hér að neðan:

    Podcast / Hlaðvarp

    Auglýsingapláss

    Ekki missa af neinu

    Fréttabréf

    Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
    Auglýsingapláss

    Mest lesið