Keppni
Fréttavaktin: Heimsmeistaramót barþjóna – Fulltrúi Íslands er Grétar Matthíasson
Heimsmeistaramót barþjóna fer fram í Róm á Ítalíu og hefst mótið í dag og stendur yfir til 2. desember næstkomandi.
Það er 17 manna sendinefnd sem kemur frá Íslandi á keppnina og fulltrúi Íslands er Grétar Matthíasson en hann hreppti íslandsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári og vann sér um leið þátttökurétt í heimsmeistaramótið.
Sjá einnig: Grétar Matthíasson keppir í Heimsmeistaramóti barþjóna
Grétar keppir með drykkinn sinn Candied Lemonade en hann inniheldur:
– Luxardo Linochello
– Grand marnier
– Ferskan sítrónusafa
– Heimagert síróp úr Xanté
Á Heimsmeistaramóti barþjóna koma fram keppendur frá 67 löndum sem etja kappi, keppt er í sex flokkum barmennsku:
– Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails, Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir), After dinner cocktails (flokkurinn sem Grétar keppir í).
Þrír efstu í þessum flokkum fara áfram í undanúrslit þar sem 15 keppa í lyktar- og bragðprófum, skriflegu prófi og hraðkeppni.
Þrír efstu komast síðan í úrslit þar sem er keppt í „Mystery basket“ og besti kokteillinn í þessari lokakeppni vinnur heimsmeistaratitilinn.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
Fréttavaktin
Veitingageirinn.is verður á vaktinni og flytur helstu tíðindum af heimsmeistaramótinu og greinum frá eins og þau berast. Sjá hér að neðan:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt