Viðtöl, örfréttir & frumraun
Framtíðin í jólahlaðborðum?
Þegar það spurðust út að allra hörðustu tölvuleikjanotendur mundu ekki hugsa sig tvisvar um að sleppa jólamáltíðinni til að þurfa ekki að hætta að spila tölvuleik ákvað matvælaframleiðandi að grípa til aðgerða.
The Game bjó til dós með níu lögum af jólamat sem kallast „Christmas Tinner” eða jóladósin. Efsta lagið eru hrærð egg og beikon og undir þeim er hakkað kjöt. Í miðjunni er síðan kalkúnn, kartöflur og steiktar gulrætur og fleira meðlæti og neðst er jólagrautur, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Allt er þetta í einni dós og hannað af Chris Godfrey. Verðið er síðan ekki neitt eða aðeins 1,99 pund. Í markaðssetningu jóladósarinnar er einnig tekið fram að hér sparist uppvask. Dósin er 400 grömm og tekur 12 mínútur að hita. The Daily Mail segir frá málinu í gær.
Hér er klárlega lausnin fyrir lata kokkinn.
Mynd: Heildsalan Game í Bretlandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Starfsmannavelta20 klukkustundir síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað